EM: Fyrsta og önnur umferð

Björn Þorfinnsson skrifar frá Antalya: Þá er tveimur umferðum lokið á EM taflfélaga og er árangurinn þolanlegur hingað til. İ fyrstu umferðum tefldum við gegn armenskri ofursveit og þrátt fyrir stórtap þá létum við þá svo sannarlega finna fyrir því. Daði var hugsanlega með unnið á móti Vaganian auk þess sem Bragi og Robbi áttu að geta haldið jafntefli. Þessir skrattar eru hinsvegar ekki með 2600+ fyrir ekki neitt því seiglan í þeim er ótrúleg og þeir náðu því að knésetja okkar menn að lokum. Ég gerði jafntefli við Lputian og var meira að segja ósátturvið það. Ég held að ég hafi verið með gaurinn en hann var með 2600-seigluna á hreinu og mer tókst ekki að yfirstíga það.

Í gær flengdum við síðan slaka tyrkneska sveit 5.5-0.5 Þar sem Bragi helt jöfnu í 120 leikjum. Hann var kominn fjóra leiki yfir 50 leikja regluna og virtist ekkert ætla að fara að krefjast jafnteflis þegar að andstæðingur hans bauð loksins jafntefli. Svo kom í ljós að Bragi vissi ekki af því að 50-leikja reglan væri í gangi á Þessum tímamörkum!!  Ég átti í talsverðum erfiðleikum með minn andstæðing. Hann fékk yfirburðatafl eftir byrjunina og á tímabili beið ég bara eftir því að hann myndi loga mér blíðlega. Hinsvegar rataði hann ekki á rettu leikina, staðan mín batnaði og batnaði og svo endaði ég með Þvi að trikka hann grimmilega. Svona sigrar eru eiginlega skemmtilegastir af þeim öllum! Aðrar skákir voru nokkuð beint af augum og var sigur Daða sérstaklega fallegur.

Í dag mætum við sterkri bosnískri sveit og er stefnan sett á það að láta þá hafa fyrir hlutunum! Bragi mætir ofurstórmeistaranum Predrag Nikolic með svörtu og má búast við þungum róðri hjá Brósa.

TR-ingar stóðu sig síðan frábærlega í gær þegar þeir töpuðu óverðskuldað 4-2 gegn einni af sterkustu sveitum mótsins. Stebbi gjörsigraði þar sjálfan Ivan Sokolov og virðist vera að komast í sitt fyrra form og þá verður hann fljótur að klára GM-titilinn. 

Annars er Þetta hótel kapítuli útaf fyrir sig. Það er svo stórtog veglegtt að maður Þyrfti svona mánuð til rannsaka það allt. Jón Viktor, sem er gerilsneyddur ratvísiferðast til dæmis aldrei nema í fylgd með öðrum því annars myndi hann einfaldlaga týnast! Dagarnar hérna eru afar ljúfir, maður vaknar upp úr kl.9, fær sér ommilettu í morgunmat, svo er Það ströndin eða sundlaugabakkinn enda er hitinn hérna um 35 graður og gjörsamlega heiðskýrt. Svo er farið í hádegismat, svo teflt, svo dinner og því næst aðeins litið á skakir dagsins og setið fram á nótt í hótelgarðinum. Þar er mikið og fjölbreytt mannlif - allt fra fögrum rússneskum fljóðum og út í trylltan bosnískan ofurstórmeistara með hvítvinsglas í hendi. Maturinn hérna er afar góður og fjölbreyttur - ég fæ eiginlega alltaf halfgerðan valkviða enda er svo margt sem manni langar til að bragða á en takmarkað magapláss (sem fer reyndar sífellt stækkandi).

Svo bíður hótelið upp á tyrkneskt spa og nudd fyrir vægt gjald. Stjani, Daði og Robbi fóru í gær og miðað við lýsingarnar er Það skyldumæting. Fyrst er allur kroppurinn nuddaður með sápu af yndisfríðum meyjum í um 30 min, svo er volgu vatni skellt á mann og maðurþurrkaður eins og smábarn og að lokum er maður nuddaður í heila klukkustund. Reyndar er smá beygur í mér það að Það er einfaldlaga smá "lotto" hvort að yndisfríðu meyjarnar nuddi mann eða 45 ara gamall og óendanlega lodinn tyrkneskur böðull að nafni Mustafa. Ég bara veit að ég enda á Mustafa - its meant to be.

Kristján Eðvarðs var maður kvöldsins í gær því að kappinn var búinn að lofa því taka "Þe Turtle" á dansgólfinu í hvert sinn sem við ynnum match. Því var haldið á diskótekið í gær og eftir nokkur upphitunarspor kom Stjáni á ferðinni, renndi sér eftir golfinu, snéri sér á bakið, setti hnein uppað bringu og snerist Þannig í marga hringi eins og skjaldbaka á spýtti. Klarlega það fyndnasta sem ég hef séð - nú ætlum við sko að vinna fleiri "matcha".

Annars er stemmingin gríðarlega góð hjá íslenska hópnum og erum við eiginlega eins og eitt stórt 12 manna lið en ekki tvo 6-manna lið erkifjenda. Sú spenna og tortryggni sem ríkirá milli stjórnenda taflfélaganna endurspeglar amk ekki samskipti sjálfra skakmannanna sem er gott mal.

Kveðjur úr sólinni.

Mischa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

ohhhhhhhhhhhhh wish I was fkn there maður!

Ingvar Þór Jóhannesson, 5.10.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband