Lokauppgjör unglingamótsins

Sverrir og AperiaÍ gær lauk alþjóðlegu unglingamóti Hellis.  Við sem stóðum að mótinu erum ákafleg stolt með mótið sem að öllu leyti gekk mjög vel.   Eins og áður hefur komið fram tóku 28 skákmenn frá fimm löndum þátt auk þess sem íslensku skákmennirnir komu víða að.   Það var líka nokkuð skemmtilegt að  sigurvegararnir komu frá öllum þátttökulöndunum nema Skotlandi en skoski keppandi sem heitir Andrew McClament er reyndar aðeins 12 ára.  Með honum í fylgd var hinn danskættaði skoski stórmeistari Jacob Aagard.Helgi og Patrekur

Fyrir síðustu umferðina voru Sverrir Þorgeirsson og Svíinn Jacob Aperia efstir.  Skákinni lauk með jafntefli.  Því var snemma ljóst að Sverrir var öruggur um skipt efsta sætið en spurning hversu margir yrðu jafnir honum að vinningum.  Helgi Brynjarsson hafði möguleika en tókst ekki að knésetja Patrek og varð í 5.-6. sæti ásamt Bjarna Jens.   Bæði Sverrir og Helgi var taplausir á mótinu.

Bjarni Jens og Jóhanna BjörgÍslendingarnir stóðu sig vel en Patrekur Maron hækkar 31 stig fyrir frammistöðu sína, Jóhanna Björg um 26 stig, Helgi um 23 stig og Bjarni Jens um 12 stig.

Rétt er einnig að benda á þá sem ekki höfðu alþjóðleg stig fyrir mót.  Af þeim stóð Geirþrúður Anna áberandi best en árangur hennar samsvaraði 1808 stigum.  Næstur er Páll Andrason með 1698 skákstig, Nökkvi Sverrisson upp á 1620 stig, og Akureyringurinn ungi Mikeal Jóhann Karlsson með árangurinn upp á 1608 kákstig.  Allt skákmenn sem birtast fljótlega á stigalista FIDE, jafnvel nú í apríl.Hansen, Geirþrúður og Páll

Erlendu keppendurnir voru ánægðir með mótið.  Ég held að mót eins og þetta eigi að halda oftar og sjálfur vona ég að við Hellismenn getum staðið fyrir slíku mótahaldi u.þ.b. annað hvert ár.  Reyndar er þetta aðeins annað alþjóðlega unglingamótið sem haldið hefur verið hérlendis en Hellir stóð fyrir slíku mótið árið 2004 þar sem Atli Freyr Kristjánsson sigraði. 

Hjördís og Edda að baka bollurEdda Sveinsdóttir, móðir Jóhönnu Bjargar og Hildar Berglindar, og Hjördís Björk, móðir Hjörvars Steins, voru veitingarstjórar og óhætt er að segja þær hafi slegið í gegn.  Meira að segja Húnsvöfflurnar frægu féllu í skuggann.    Bæði var boðið upp á djúsí hnallþórukökur en hámarki náðu veitingarnar í lokaumferðinni þegar boðið var upp á ljúffengar bollur!  Einnig voru bakaðar vöfflur og sem formaður tel ég best að tjá mig ekki um hvorar vöfflurnar voru betri.

Að minnsta kosti féllu Eddu/Hjördísar vöfflurnar í góðan farveg því fylgdarmaður Þjóðverjans var það hrifinn að hann bað Eddu sérstaklega um uppskriftina.  Birni til varnar þá er rétt að taka fram að Þjóðverjinn hefur aldrei smakkað Húnsvöfflur.  (ok, ég er alveg búinn að missa mig í bulli FootinMouth )  

Að öðrum ólöstuðum á þó Vigfús Ó. Vigfússon meginheiðurinn að mótinu.  Hann sá um að fá keppendur til landsins og flest önnur framkvæmdaratriði auk þess að standa vaktina á skákstað nánast alla helgina.  Vigfús afhendir Sverri verðlaunin

Aðalstyrktaraðli mótsins var Reykjavíkurborg.  Auk þess styrktu bæði Kópavogskaupstaður og Skáksamband Íslands myndarlega við mótshaldið.   Skákskóli Íslands fær jú sérstakar þakkir fyrir að ljá okkur skáksalinn.

Fyrir hönd Hellis vil ég þakka ofangreindum aðilum fyrir að gera þetta mót mögulegt.  Sérstakar þakkir fá þó keppendurnir sjálfur fyrir að tefla vel og skemmtilega!

Sverri, Helga og Bjarna og öðrum keppendum óska ég til hamingju með árangurinn!

Tengla á úrslit, myndir, skákir og fleira má finna á vinstri hluta síðunnar.   

Vonast til að sjá sem flesta á Meistaramóti Hellis sem hefst 11. febrúar.  Skráningarform komið á http://www.hellir.com/.

Gunnar Björnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband