Alþjóðlega mótið í dag!

Alþjóðlegt skákmót Hellis hefst í dag í húsakynnum Skákskólans Íslands, Faxafeni 12.  Þátt taka 10 skákmenn en mótinu er ætlað að styðja menn til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.  6½ vinning þarf í áfanga.  

A mótinu taka þátt stórmeistararnir Vladimir Lazarev, Frakklandi, sem jafnframt er skákþjálfari og hefur m.a. verið að þjálfa Hjörvar Stein Grétarsson og Atla Frey Kristjánsson, sem báðir taka þátt og Íslandsvinurinn Heikki Westerinen, sem kemur hingað beint frá Spáni, þar sem hann tók þátt í alþjóðlegu skákmóti.  Hinir erlendu keppendurnir eru búsettir á Íslandi og eru Íslendingum að góðu kunnir, þeir Omar Salama, Egyptalandi, og Andrezj Misiuga, Póllandi.  Heimavarnarliðið skipa FIDE-meistararnir Björn Þorfinnsson, Magnús Örn Úlfarsson, Róbert Harðarson og Sigurður Daði Sigfússon auk Hjörvars og Atla.   

Umferðirnar eru tefldar daglega og hefjast kl. 17:30.  Á laugardag og sunnudag verður tefldar tvær umferðir og hefst þá fyrri umferðin kl. 11.

Áhorfendur eru boðnir velkomnir og er lofað rjúkandi kaffi á skákstað.    Reynt verður að segja frá gangi mála á hér bloggsíðu mótsins og úrslit verða uppfærð jafnóðum á Chess-Results.   

Mótið er m.a. styrkt af Fiskmarkað Íslands.   

Helgina 18.-20. júlí munu Hellir og TR halda helgarskákmót í húsnæði TR og eru skákmenn hvattir til að fjölmenna. Tilvalið að tefla og fylgjast með alþjóðlega mótinu í leiðinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

"

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir
Núverandi Íslands- og bikarmeistari skákfélaga."
Hmmm, sögufalsanir stundaðar á þessari síðu, eða? :)

Snorri Bergz, 16.7.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband