16.7.2008 | 08:25
Alþjóðlega mótið í dag!
Alþjóðlegt skákmót Hellis hefst í dag í húsakynnum Skákskólans Íslands, Faxafeni 12. Þátt taka 10 skákmenn en mótinu er ætlað að styðja menn til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. 6½ vinning þarf í áfanga.
A mótinu taka þátt stórmeistararnir Vladimir Lazarev, Frakklandi, sem jafnframt er skákþjálfari og hefur m.a. verið að þjálfa Hjörvar Stein Grétarsson og Atla Frey Kristjánsson, sem báðir taka þátt og Íslandsvinurinn Heikki Westerinen, sem kemur hingað beint frá Spáni, þar sem hann tók þátt í alþjóðlegu skákmóti. Hinir erlendu keppendurnir eru búsettir á Íslandi og eru Íslendingum að góðu kunnir, þeir Omar Salama, Egyptalandi, og Andrezj Misiuga, Póllandi. Heimavarnarliðið skipa FIDE-meistararnir Björn Þorfinnsson, Magnús Örn Úlfarsson, Róbert Harðarson og Sigurður Daði Sigfússon auk Hjörvars og Atla.
Umferðirnar eru tefldar daglega og hefjast kl. 17:30. Á laugardag og sunnudag verður tefldar tvær umferðir og hefst þá fyrri umferðin kl. 11.
Áhorfendur eru boðnir velkomnir og er lofað rjúkandi kaffi á skákstað. Reynt verður að segja frá gangi mála á hér bloggsíðu mótsins og úrslit verða uppfærð jafnóðum á Chess-Results.
Mótið er m.a. styrkt af Fiskmarkað Íslands.
Helgina 18.-20. júlí munu Hellir og TR halda helgarskákmót í húsnæði TR og eru skákmenn hvattir til að fjölmenna. Tilvalið að tefla og fylgjast með alþjóðlega mótinu í leiðinni!
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"
Snorri Bergz, 16.7.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.