Óstöðvandi Pólverji?

Pólverjinn Misiuga hefur komið sterkur inn það sem af er mótinu.  Í dag hafði hann Hjörvar Stein í spennandi skák þar.  Róbert vann Westerinen nokkuð örugglega og Magnús Örn vann Atla Frey í fórnarskák þar sem Atli fórnaði en Magnús varðist og hafði betur.

Tvö stutt jafntefli urðu.  Hjá Lazarev og Birni annarsvegar og Omari og Daða hinsvegar.  

Pólverjinn er efstur með 2 vinninga.  Lazarev og Björn hafa 1,5 vinning en aðrir minna.  Það stefnir greinilega í hörkubaráttu!  

Skákirnar eru komnar á vefsíðu mótsins og reyndar á Skákhornið.  Á morgun hefst helgarskákmót TR og Hellis í feninu og eftir slaka skráningu til að byrja með hefur hún tekið kipp og eru nú 15 skákmenn skráðir enda miklu meira vit í því að tefla á sumrin en að spila golf eða fótbolta!  Skora á skákara að fjölmenna!

Á morgun fer fram þriðja umferð og hefst kl. 17:30.  Þá mætast m.a.  Magnús-Misiuga, Lazarev-Omar og Róbert-Björn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Joseph Frigge

Ég held að þar ætti að standa að Lazarev og Magnús hafa 1,5 vinning.

Kv. PAUL 

Paul Joseph Frigge, 18.7.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: Sævar  Bjarnason

Björn forseti er sem sagt aðeins með 1v. Áfram forseti en niður með Gunzó mafíózó

Sævar Bjarnason, 18.7.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband