Maraþon-helgi lokið

Það er ekki laust við að orkuforðinn sé að nálgast hættumörk eftir fimm erfiðar kappskákir um helgina og það er gott að komast í eðlilegt "ein skák á dag"-prógram. Ég hefði samt ekki viljað breyta neinu varðandi skipulagið því að þótt að svona ströng dagskrá sé erfið þá myndast afar skemmtileg stemming á skákstað og sérstaklega þar sem að Helgarmót TR og Hellis var á sama tíma.

Talsvert hefur verið um að skákáhugamenn líti á mótsstað og það er alveg ómissandi gleðigjafi fyrir okkur sem að gerum Faxafen 12 að heimili okkar í eina viku. 

Veitingarnar á mótsstað hafa verið afar góðar og tóku algjörum stökkbreytingum þegar að Vigfús fór að sjá um innkaupin í staðinn fyrir Gunna. Vigfús er greinilega mun meiri sælkeri en Gunnar því að hann kaupir alltaf sérstaklega kræsilegar kökur og sætmeti á meðan Gunni er meira í rækjusalatinu. Það eina sem kemur í veg fyrir að Vigfús verði krýndur ótvíræður sigurvegari innkaupanna er sú heppni Gunnars að grísa á að kaupa Roastbeef-salat á föstudaginn sem að gjörsamlega hvarf ofan í svanga skákmenn. Að öllu óbreyttu ætti þó Vigfús að klára dæmið í kvöld!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil benda á að Davíð verður skákstjóri í kvöld og hann er þekktur fyrir ýmislegt í matargerð...........Ég tel því að Fúsi þurfi að vara sig!

Kveðja,
Gunnar "Roast-beef" Bjönrsson

Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 83480

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband