16.10.2008 | 20:05
Mættir til Kallitheu á Evrópukeppni Taflfélaga
Jæja bæði liðin eru komin á mótsstað eftir langt og strangt ferðalag í gær. Flestir tóku því rólega i dag enda mjög þreyttir eftir langt og strangt ferðalag. Klukkan er nú vel yfir 22 að staðartíma og Omar sem við skipuðum sem liðsstjóra er á liðsstjórafundi en Róbert fór með honum til halds og trausts.
Eins og ég sagði var það langt og strangt ferðalag í gær. Lagt var í hann i flugið klukkan 7:40 á miðvikudeginum og flestir þurftu því að ræsa milli 4-5. Haldið var til London í hálfgerða óvissuferð...myndu kortinu okkar virka? Myndi einhver fá gúmmihanska upp í óæðri endann? Myndi einhver starfsmaður "óvart" senda töskurnar okkar til Kongó? Spurningarnar voru margar en eina sem gerðist var að í vegabréfaskoðuninni lentum við á Breta sem örugglega heldur með Millwall og hann spurði okkar alla hvort við værum bankamenn með glotti! Sem betur fer neituðu allir en hann tjáði mér að hann hefði tapað 50.000 pundum eftir að hann hafði sannreynt að ég væri ekki bankamaður ;-) Sem betur fer var þetta allt í góðu hjá honum og hann var meira hlæjandi heldur en hitt.
Eftir góða bið á Heathrow tók við annað þriggja tima+ flug til Athenu. Þar var stoppað í 1,5 klukkutima áður en hoppað var i stutt flug til Þessalóniku sem Jón L og þessir strákar gætu örugglega sagt ykkur meira frá sællar minningar en eina sem við gerðum var að hoppa beint í ótraustvekjandi litla rútu sem keyrði með okkur í góðan rúman klukkutima til Kallitheu. Reyndar fá stelpurnar sem tóku á móti okkur lágmark 9,5 en þvi miður urðu þær eftir ;-(
Athos Palace þar sem teflt er.
Það var því komin nótt að staðartíma þegar við komum örþreyttir og því sváfu allflestir vel frameftir í dag. Dagurinn í dag fór að mestu i að skoða sig um. Hér er gott veður og hótelið að mörgu leyti ágætt þó margt sé gamaldags. Ekkert internet er t.d. í herbergjum og síminn á herbergjunum er bæði asnalegur og af einhverjum orsökum ef að hringt er í herbergi mitt og Kristjáns hringir hann inni á klósetti!! Fyrir utan þessa og nokkra vankanta virkar þetta ágætis staður. Það er hótelgarður mð sundlaug og Robbi og Sigurbjörn voru búnir að sjá nokkrar flottar piur í sólbaði...við erum því búnir að undirbúa heimsókn þar á morgun. Þar að auki er stutt niður á strönd og sjórinn virðist mjög tær. Tennisvöllur er lika rétt við hótelið, körfuboltavöllur en þvi miður er minigolfið i niðurníslu en okkur hafði hlakkað til að taka holukeppni á því.
Keppendur streyma inn hér i dag og kvöld og menn búnir að spotta ýmsar hetjur. Gelfand var á eftir okkur áðan þegar Kristján tók prufucheck á hraðbankanum hérna og aðrir voru búnir að sjá Ivanchuk og Ponomariov og ég sá Grischuk meðan ég skrifaði nokkrar linurnar hér að ofan. Reyndar erum við ekki á Athos Palace, var okkur hent i gær á Hotel Pallionos eitthvað svoleiðis en það er aðeins i 100-200m fjarlægð frá Athos virðir more or less vera sama dæmið. Við erum samt með kvennaliðunum og öðrum b-liðunum. Ætli aðaljepparnir séu ekki flestir á Athos.
Jæja læt þetta gott heita i bili smá svona kynning á aðstæðum og reyni að vera duglegur að láta heyra í okkur og hvet aðra til að gera slikt hið sama. Taflið hefst alltaf 14:00 að staðartíma en við erum 3 tímum á undan Íslandi. Við fáum líklega mjög sterka sveit á morgun og gerum okkar besta!
kveðja frá Kallitheu,
Ingvaros Theodoros Johannesakis
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Solid.
Frábær lítill veitingastaður þarna niðri í "þorpi", ef labbað er niður frá skákhótelinu, bara beint af augum á horninu við húsasund.
Staðurinn solid, en ... og bendi Ingvari og drengjunum á að skoða salernin þar.
Síðan bið ég að heilsa moskítóflugunum þarna fyrir hönd Hannesar Hlífars og Andra Áss!
Snorri Bergz, 16.10.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.