Stutt um 1. umferð

Ekkert óvænt var við pörunina i fyrstu umferð. Við vissum að við myndum fá sterka GM sveit og reyndar fengum við þá sveit sem að stefndi lengst af í að við fengum, tékkneska GM sveit. Bolarnir fengu svo svakalega spænska sveit með Akopian á fjórða borði TAKK FYRIR! Sú sveit reyndar veikari af því að Caruana fékk ekki að tefla sökum reglna um að menn þurfa að hafa teflt minnst tvær skákir með sveitinni í landskeppninni eitthvað slikt. Hægt er að lesa um þetta t.d. á blogginu hjá Polgar.

Í stuttu máli töpuðu allir nema Hjörvar sem náði einu íslensku punktunum með því að gera jafntefli við Haba með hvitu. Á morgunfá liðin veikari sveitir. Við fáum sveit frá Luxemburg með nokkuð sterkt fyrstu tvö borð með reynda IM en hinir eru 2200 og undir. Bolarnir fá svo unga Lithá þar sem fyrsta borð þirra gerð jafntefli við Aronian i dag takk fyrir! Hvernig er annar að vera sviðinn i 109 leikjum af Adams Ugla??

Annars er veðrið hér gott, sól og bliða og kvöldmaturinn nokkuð solid á hótelinu en hlaðborðið gæti orðið þreytt eftir nokkra daga....ísinn hinsvegar er supersolid og Xbitinn missir ekki af súkkulaði og pistasíu kombóinu!

Annars er aðalstríðið mitt við þessar helvitis moskitóflugur....kann einhver ódýrt ráð við þeim?? Ég er svoleiðis sundurbitinn i hakk á höndunum og eitt bit á skallanum steaming :-(

 


Mig langar rosalega að spyrja Dirk De Ridder hvort hann sé búinn að vera í sama bláa jakkanum i fimm ár eð hvort hann eigi bara rosalega marga svona jakka!

 bis later

Ingvaros

setning dagsins: "Über-jolly" (sakar ekki að vera tannaður í drasl á kantinum með þvi og vera þýskur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skák.is

Þegar ég var þarna úti árið 2001 keypti ég eitthvað tæki sem ég setti í samband inní herberginu.  Eftir það fannst mér ég vera bitinn minna!

Annars er lykilatriði að loka öllum gluggum og sofa frekar við fúlt loft en að vera bitinn!

Það breytist ekki með Ridderinn.  Virðist vera mikill áhugamaður um bláa jakka!

 Baráttukveðjur,
Gunnar

Skák.is, 17.10.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Snorri Bergz

2002, var þetta víst.

Besta leiðin er að hengja upp mynd af Hannesi Hlífari í herberginu. Þá láta þær þig í friði. En við þarna úti reyndum ýmislegt, m.a. að fara í sítrónusystem, taka inn c-vítamín osfrv.

Já, Ridder er alltaf í sama jakkanum.

Snorri Bergz, 17.10.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband