Punktapistill

Þetta verður bara i punktum i dag. 

  • Jafntefli i dag, við erum ekki sáttir
  • Sæll Boris....gaman að sjá þig alltaf svona vel gyrtan!
Mullet%20man
  • Sæll herra Zvjaginsev...ehhh fin klipping en þú veist að það er 2008, ekki 1987 og þú ert Rússi, þ.a.l. eru ekki heldur frá Alabama.
  • Sæll Rasmus Skytte....þú varst 40 kílóum léttari þegar ég sá þig siðast er það ekki?
  • Sæll herra Gashimov....er ekki óþarfi að vera 4 mínútur við handþurrkuna þegar það er ein handþurrka og tjahhh talsvert fleiri keppendur?
  • Eru álög á 2. borði? Mig langar í meira en 1,5 af 7 takk fyrir!
  • Hvað er málið með Tékka og klippingu? Sæll herra Skuhravy á 6. borði á móti Stjána E.
  • Mótherjinn minn í fyrstu umferð var erfiður. Í fyrsta lagi er hann stórmeistari...i öðru lagi er hann greinilega með klofinn persónuleika og ég vissi aldrei hvern ég var að tefla við...það eða hann var i rosalegu einkaviðtali við sjálfan sig.
  • stocek-jiri-2007
  • Sæll herra Stocek...áttu von á að vera boðaður i prufur fyrir Jesus Christ Superstar eða er þetta bara lookið sem þú ert að spila inná?
  • Sæll herra De Ridder....lestu bloggið? NEI? Bíddu af hverju ertu þá í gulum jakka i dag??
  • Kaka dagsins Omar fyrir að laga kaffi fyrir allt liðið on request.
  • Lag dagsins: Superman þemað....duduruddu duduru duduruddu dudurududu
  • Það verður ennþá bið á Skjaldbökunni frá Stjána E...only on match point victory...
  • Hvern þarf að drepa til að hafa almennilega internettengingu 2008??? HALLÓ!! TVÖÞÚSUNDOGÁTTA!!
  • Andstæðingur Pöndunnar í dag var með svo stóra skúffu að hann getur smyglað 200 gr. af kókaini algjörlega fumlaust!
  • Sniðugar þessar keppnistreyjur....þangað til þú svitnar eins og svín og 63,5% færri mæta í keppnistreyjunni í næstu umferð!
  • Davið Oddsson TAKK FYRIR (þessi er fyrir Omar)
  • Það er einn i Werder Bremen treyju sem stendur BLANK aftaná....mig langar að spyrja hann hvort hann heiti það actually....Jörgen Blank kannski?? Eða Manfred Blank??
  • Hvað er langt í að maður fái ógeð a a) Pizza Roma í hádeginu eða b) Spaghetti Bolognese úr kvöldhlaðborðinu???
  • Ég er að spá í að ná fram hefndum á moskítóflugunum...ég er með svona 17 bit bara á höndunum..(VÍST ég taldi)...næsta moskítófluga sem svo mikið sem sést í mínu herbergi verður veidd i glas...svo verður hún pínd. Fyrst slit ég af ein væng og læt hana horfa meðan ég brenni vænginn. Svo slit ég af eina löpp og læt hana horfa á mig éta hana..hmmm kannski eru þetta slightly sjúkar pælingar? Some help here...Daði? Beggi? SPS? Anyone??!?
  • Er Anand æðri?
  • Af hverju endar allt á -os hérna? Stelios, Efstratios, Mythos, Hristos, Angelos, Athos

Nægur sjúkleiki í bili...hvernig væri að einhver annar bloggaði áður en ég fer yfir um??

p.s. Mythos er helviti ferskur bjór...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi pistill er algjör snilld og ekki laust við að maður öfundi ykkur að vera þarna úti.  Sól í heiði og ískaldur Mythos í annarri og funheit ísr....já einmitt.  Ég ætla síðan að backa það að einhver skákmaður á eftir að hneykslast á þessari nákvæmu greiningu þinni á skáknördunum þarna úti ;-) 

Sigurður Daði (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Snorri Bergz

Xbiti: Mæli með að þú hringir collect í Helga Ólafs og fáir hann til að segja þér söguna sem hann samdi, í samvinnu við Ágúst Sindra og fleiri, um þann atburð þegar Róbót hóf píningar á moskítóflugum á sama stað 2002, eftir að hafa verið nagaður sundur og saman.

Nú, sumir þekkja hluta sögunnar...hlusta!

En solid! EN bendi á, að niðri í kjallara á skákhótelinu er solid apótek+sjoppa sem selur eitthvað krem gegn moskítóflugnabiti og fleiri vörur.

Solid.

Snorri Bergz, 18.10.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Skák.is

Ridderinn hefur reyndar líka oft verið í gulum jakka.  Hann kannski fer í þá til skiptist+'

Baráttukveðjur,

Gunnar

Skák.is, 19.10.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband