Hraðskákkeppni taflfélaga 2009 - 1. umferð

Búið er að draga 1. umferð (15 liða úrslit) og 2. umferð (8 liða úrslit) Hraðskákkeppni taflfélaga.  Metþátttaka er á mótinu en alls taka 15 lið þátt í keppninni.  Öll lið sem taka þátt í 1.-3. deild Íslandsmóts skákfélaga taka þátt og fara þarf niður í 9. sæti í 4. deild á síðasta Íslandsmóti skákfélaga til að finna lið sem ekki tekur þátt nú. 

Í 1. fyrstu umferð mætast (fyrrnefnda liðið á heimaleik):

Taflfélag Reykjavíkur, núverandi hraðskákmeistarar, komast beint í 2. umferð.  Fyrstu umferð á að vera lokið eigi síðar en 15. ágúst. Akureyringar hafa þó fengið frest til 17. ágúst vegna landskeppninnar við Færeyinga.  

Í 2. umferð mætast (fyrrnefnda liðið á heimaleik):

  • Fjölnir/TA - Taflfélag Reykjavíkur
  • Vin/Hellir - Haukar/Mátar
  • TB/KR - SR/TV
  • Víkingaklúbburinn/TG - Selfoss/SA

2. umferð á að vera lokið eigi síðar en 22. ágúst.

Úrslitum, ásamt einstaklingsúrslitum, skal skilað til Gunnars Björnssonar í netfangið gunnibj@simnet.is eins fljótt og auðið er. 

Reglugerð keppninnar:

1.  Sex manns eru í hvoru liði og tefld er tvöföld umferð, þ.e. allir í öðru liðinu tefla við alla í hinu liðinu. Samtals 12 umferðir, eða 72 skákir.

2.  Heimalið sér um dómgæslu. Komi til deiluatriða er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.

3.  Varamenn mega koma alls staðar inn. Þó skal gæta þess að menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstæðingi og hafi ekki sama lit í báðum skákunum.

4.  Ætlast er til þess að þeir sem tefli séu fullgildir meðlimir síns félags. Aðeins má tefla með einu taflfélagi í keppninni.

5.  Liðsstjórar koma sér saman um hvenær er teflt og innan tímaáætlunar.  Komi liðsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónaraðili ákvarðað tímasetningu.

6.  Verði jafnt verður tefldur bráðabani. Það er tefld er einföld umferð þar sem dregið er um liti á fyrsta borði og svo hvítt og svart til skiptist. Verði enn jafnt verður áfram teflt áfram með skiptum litum þar til úrslit fást.

7.  Heimalið bjóði upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eða kex.

8.  Viðureignirnar skulu fara innan 100 km. radíus frá Reykjavík nema að félög komi sér saman um annað.  Úrslitaviðureignin fer þó fram í Bolungarvík þann 11. september og er ábyrgst að ferðakostnaður verði greiddur fyrir aðallið hvors liðs.   

9.  Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auðið er í netfangið gunnibj@simnet.is og eigi síðar en 12 klukkustundum eftir að keppni lýkur.

10.Úrslit keppninnar verða ávallt aðgengileg á heimasíðu Hellis, www.hellir.blog.is , sem er heimasíða keppninnar, og á www.skak.is.

11.Mótshaldið er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvæmd mótsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband