6.3.2013 | 00:08
Dawid og Sindri Snær efstir á Hellisæfingu
Á æfingu sem haldin var 4. mars sl. var fyrst unnið að verkefnum í litlum hópum og tókst það ágætlega til þótt lítill tími hafi verið til undirbúnings vegna Reykjavíkurskákmótsins og Íslandsmóts skákfélaga. Eftir að þátttakendur höfðu gætt sér á pizzum um miðja æfinguna var skipt um gír og tekið til við að tefla. Þar sem æfingin var hálfnuð þurfti að láta 4 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma nægja. Teflt var í tveimur flokkum og sigraði Dawid Kolka í eldri flokki með 3,5v. Annar varð Felix Steinþórsson með 3v og þriðji varð Heimir Páll Ragnarsson með 2v og hærri stig en Alec Sigurðarson, Óskar Víkingur Davíðsson og Sigurður Kjartansson sem einnig fengu 2v. Í yngri flokki voru Sindri Snær Kristófersson og Stefán Karl Stefánsson efstir með 3v og voru þeir einnig jafnir á öllum stigum en Sindri Snær vann innbyrðis viðureign þeirra og þar með flokkinn en Stefán Karl varð í öðru sæti. Þriðji varð svo Ívar Andri Hannesson með 2,5v og hærri stig en Tinni Teitsson og Birgir Logi Steinþórsson sem einnig fengu 2,5v
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Heimir Páll Ragnarsson, Alec Sigurðarson, Óskar Víkingur Davíðsson, Sigurður Kjartansson, Birgir Ívarsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Karl Stefánsson, Ívar Andri Hannesson, Tinni Teitsson, Birgir Logi Steinþórsson, Egill Úlfarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Stefán Orri Davíðsson, Adam Omarsson og Jóhannes Guðmundsson.
Næsta æfing verður svo mánudaginn 11. mars nk. og hefst kl. 17.15. Þá verður einnig skipt í tvo hópa eftir aldri og styrkleika. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
26.2.2013 | 15:03
Bárður Örn efstur á Hellisæfingu
Í æfingunni tóku þátt: Bárður Örn Birkirsson, Björn Hólm Birkisson, Sigurður Kjartansson, Birgir Ívarsson, Brynjar Bjarkason, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Stefán Karl Stefánsson, Ívar Andri Hannesson, Þorsteinn Emil Jónsson, Birgir Logi Steinþórsson, Egill Úlfarsson, Halldór Atli Kristjánsson,Tinni Teitsson, og Ólafur Steinn Ketilbjörnsson.
Næsta æfing verður haldin mánudaginn 4. febrúar og hefst kl. 17:15, en hún verður með nýju sniði, þar sem hún verður einungis fyrir félagsmenn í Taflfélaginu Helli þar sem unnið verður í litlum verkefnahópum að ólíkum æfingum ásamt því að tefla. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Unglingastarfsemi | Breytt 5.3.2013 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2013 | 23:51
Breyting á barna- og unglingaæfingum Hellis frá og með 1. mars.
Unglingastarfsemi | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2013 | 01:10
Vignir Vatnar efstur á Hellisæfingu - Baldur Teodor og Hilmir Freyr unnu tvö síðustu sætin á Reykjavík Barnablitz
Hellisæfingin í gær mánudaginn 18. febrúar var engin venjuleg æfing. Auk þess að vera hefðbundin barna- og unglingaæfing var um að ræða forkeppni fyrir Reykjavik Barnabiltz sem gaf tvö síðustu sætin í þá keppni. Það sást líka á keppendalistanum en sennilega var um að ræða eina sterkustu æfingu sem haldin hefur verið lengi í Hellisheimilinu. Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Að loknum þessum sex umferðum stóð Vignir Vatnar Stefánsson uppi sem sigurvegari með fullu húsi eða 6 vinninga í jafn mörgum skákum. Annar varð Baldur Teodor Petersson með 5v. Baldur Teodor er systursonur hins ötula skákstjóra og formanns TG Páls Sigurðssonar og býr í Svíþjóð en er kominn gagngert til landsins til að tefla á Reykjavíkurskákmótinu, ásamt vini sínum Milton Pantzar sem einnig tók þátt í æfingunni. Næstir komu svo Dawid Kolka og Hilmir Freyr Heimisson með 4,5v en Dawid fékk þriðja sætið eftir stigaútreikning.
Vignir Vatnar og Dawid höfðu áður tryggt sér sæti á Reykjavík Barnablitz þannig að tvö síðustu sætin komu í hlut Baldurs Teodors Petersson og Hilmis Freys Heimissonar. Það er því ljóst hverjir munu taka þátt í úrslitum á Reykjavik Barnabliz en það eru: Dawid Kolka, Felix Steinþórsson og Hilmir Freyr Heimisson úr Taflfélaginu Helli, Baldur Teodor Petersson úr TG, Björn Hólm Birkisson og Vignir Vatnar Stefánsson úr TR og Nansý Davíðsdóttir og Þorsteinn Magnússon úr Fjölni. Úrslitin í Reykjavík Barnablitz verða í Hörpunni laugardaginn 23. febrúar.
Í æfingunni tóku þátt: Vignir Vatnar Stefánsson, Baldur Teodor Petersson, Dawid Kolka, Hilmir Freyr Heimisson, Felix Steinþórsson, Bárður Örn Birkisson, Milton Pantzar, Egill Úlfarsson, Stefán Orri Davíðsson, Bjarki Arnaldarson, Brynjar Bjarkason, Heimir Páll Ragnarsson, Björn Hólm Birkisson, Mikhael Kravchuk, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Hilmir Hrafnsson, Sigurður Kjartansson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Halldór Atli Kristjánsson, Stefán Karl Stefánsson, Oddur Unnsteinsson, Pétur Ari Pétursson, Þorsteinn Emil Jónsson, Birgir Ívarsson, Ólafur Steinn Ketilbjörnsson, Adam Omarsson, Sindri Snær Kristófersson, Guðmundur Agnar Bragason og Torfi Þór Róbertsson.
Næsta æfing verður svo mánudaginn 25. febrúar nk. og hefst kl. 17.15. Það breytir engu þótt margir sem hafa tekið þátt í og séð um æfingarnar séu fjarverandi meðan á Reykjavíkurskákmótinu stendur. Það kemur bara maður í manns stað. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Unglingastarfsemi | Breytt 20.2.2013 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2013 | 01:30
Vignir Vatnar efstur á hraðkvöldi.
Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á hraðkvöldi Hellis sem fram fór 11. febrúar sl. Vignir Vatnar sem fékk 6v í sjö skákum var þarna að vinna sitt annað hraðkvöld með stuttu millibili. Hann gerði jafntefli við Jón Úlfljótsson og Gunnar Nikulásson en vann aðra. Í öðru og þriðja sæti með 5v voru Elsa María Kristínardóttir og Sigurður Ingason. Vignir Vatnar dró svo Jón Úlfljótsson í happdrættinu og báðir fengu þeir gjafabréf á Saffran.
Skákkvöldi hjá Helli falla niður meðan á Reykjavíkurskákmótinu stendur og fram yfir Íslandsmót skákfélaga þannig að næsta skákkvöld í Hellisheimilinu verður mánudaginn 11. mars kl. 20.
Röð Nafn Feder M-Buch. Buch. Progr. 1 Vignir Vatnar Stefánsson, 6 20.0 28.0 25.5 2-3 Elsa María Kristínardóttir, 5 17.5 25.0 20.0 Sigurður Ingason, 5 15.5 22.0 18.0 4-5 Vigfús Ó. Vigfússon, 4.5 20.0 28.5 18.0 Jón Úlfljótsson, 4.5 19.0 25.5 21.0 6 Gunnar Nikulásson, 4 18.5 25.0 15.5 7-8 Andri Steinn Hilmarsson, 3.5 19.0 26.5 13.5 Sverrir Sigurðarson, 3.5 16.5 23.0 11.0 9 Finnur Kr. Finnsson, 3 20.0 25.5 14.5 10 Björgvin Kristbergsson, 2 18.0 23.5 6.0 11 Pétur Jóhannesson, 1 17.0 23.5 5.0
Hraðkvöld Hellis | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Unglingastarfsemi | Breytt 18.2.2013 kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2013 | 02:23
Dawid Kolka í þriðja sæti á Norðurlandamótinu í skólaskák
10.2.2013 | 01:31
Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 11. febrúar
10.2.2013 | 01:26
Vignir Vatnar efstur í eldri flokki og Þorsteinn Emil í yngri flokki.
10.2.2013 | 01:26
Sverrir Sigurðsson sigraði á hraðkvöldi Hellis
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 83546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar