20.11.2013 | 22:11
TR Íslandsmeistari unglingasveita GM Hellir í öðru sæti
Taflfélag Reykjavíkur eiginlega kom, sá og sigraði í mótinu þar sem þeir komu með alls 6 lið þar sem 5 af þessum 6 liðum lentu efst í sínum flokki, auk þess að verða íslandsmeistarar 2013, sem er fyrsti titill TR eftir nokkurt hlé.
Fjölnismenn voru reyndar í báráttunni alveg fram að síðustu umferðum mótsins þegar lið GM Hellis skaust hálfan vinning upp fyrir.
Lið Íslandsmeistara TR A var skipað þeim Vignir Vatnar Stefánssyni 6 af 7, Gauta Páli Jónssyni 6,5 af 7, Veroniku Magnúsdóttur 5 af 7 og Birni Hólm Birkissyni 6 af 7 eða alls 23,5 vinningur. sem er glæsilegur árangur.
Lið GM Helllis A sem endaði í 2. sæti var skipað Hilmi Frey Heimissyni, Dawid Kolka, Felix Steinþórssyni og Heimi Páli Ragnarssyni.
Lið Fjölnis A sem voru meistarar í fyrra með fullu húsi var skipað þeim Óliver Aron Jóhannessyni sem var besti maður mótsins og vann allar skákirnar á fyrsta borði. Nansý Davíðsdóttir, Jóhanni Arnari Finnssyni og Hilmi Hrafnssyni. Lið Fjölnis missti 2 gríðarsterka skákmenn vegna aldurs upp úr liðinu og náðu þeir ekki að fylgja frábærum árangri síðan í fyrra eftir.B lið TR var svo mjög gott líka en þar á eftir komu lið GM Hellis B, TG A og Hauka og Fjölnis B öll með svipaðan árangur. GM Hellir B varð sjónarmun á undan TG á 2 stigaútreikningi.
Tveir liðsmanna GM Hellis náðu sér í borðaverðlaun á mótinu en það voru Dawid Kolka sem fékk 6,5v af 7 á 2. borði fyrir GM Helli A og Birgir Ívarsson sem fékk 6v á 4. borði fyrir GM Helli B.
Lokastaða
Rank | Team | Gam. | + | = | - | Pts. | MP |
1 | TR A | 7 | 6 | 1 | 0 | 23½ | 13 |
2 | GM Hellir A | 7 | 4 | 1 | 2 | 21 | 9 |
3 | Fjölnir A | 7 | 5 | 2 | 0 | 20½ | 12 |
4 | TR B | 7 | 4 | 2 | 1 | 19½ | 10 |
5 | GM Hellir B | 7 | 3 | 1 | 3 | 15½ | 7 |
6 | Taflfélag Garðabæjar A | 7 | 3 | 1 | 3 | 15½ | 7 |
7 | Haukar | 7 | 4 | 0 | 3 | 15 | 8 |
8 | Fjölnir B | 7 | 3 | 1 | 3 | 15 | 7 |
9 | GM Hellir C | 7 | 3 | 1 | 3 | 13 | 7 |
10 | TR D | 7 | 3 | 0 | 4 | 12½ | 6 |
11 | TR C | 7 | 3 | 0 | 4 | 11½ | 6 |
12 | Fjölnir C | 7 | 3 | 0 | 4 | 11½ | 6 |
13 | GM Hellir D | 7 | 3 | 0 | 4 | 11 | 6 |
14 | TR E | 7 | 2 | 1 | 4 | 9½ | 5 |
15 | Taflfélag Garðabæjar B | 7 | 1 | 1 | 5 | 6½ | 3 |
16 | TR F | 7 | 0 | 0 | 7 | 3 | 0 |
TR A varð því Íslandsmeistari.
GM Hellir C vann keppni C liða.
Flokkur: Unglingastarfsemi | Facebook
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.