TR Íslandsmeistari unglingasveita GM Hellir í öðru sæti

Taflfélag Garðabæjar hélt Íslandsmót Unglingasveita í Garðalundi í Garðabæ síðasta laugardag. Alls tóku 16 lið þátt frá 5 taflfélögum þátt. Eingöngu lið frá höfuðborgarsvæðinu voru með að þessu sinni en vitað var td. að Akureyringar eiga mjög sterkt lið sem gæti átt mörguleika á verðlaunasætum. Hvorki KR ingar né Víkingaklúbburinn náðu að manna lið.
DSC03094

Taflfélag Reykjavíkur eiginlega kom, sá og sigraði í mótinu þar sem þeir komu með alls 6 lið þar sem 5 af þessum 6 liðum lentu efst í sínum flokki, auk þess að verða íslandsmeistarar 2013, sem er fyrsti titill TR eftir nokkurt hlé.

Fjölnismenn voru reyndar í báráttunni alveg fram að síðustu umferðum mótsins þegar lið GM Hellis skaust hálfan vinning upp fyrir. 

Lið Íslandsmeistara TR A var skipað þeim Vignir Vatnar Stefánssyni 6 af 7, Gauta Páli Jónssyni 6,5 af 7, Veroniku Magnúsdóttur 5 af 7 og Birni Hólm Birkissyni 6 af 7 eða alls 23,5 vinningur. sem er glæsilegur árangur. 

Lið GM Helllis A sem endaði í 2. sæti var skipað Hilmi Frey Heimissyni, Dawid Kolka, Felix Steinþórssyni og Heimi Páli Ragnarssyni. 

Lið Fjölnis A sem voru meistarar í fyrra með fullu húsi var skipað þeim Óliver Aron Jóhannessyni sem var besti maður mótsins og vann allar skákirnar á fyrsta borði. Nansý Davíðsdóttir, Jóhanni Arnari Finnssyni og Hilmi Hrafnssyni.  Lið Fjölnis missti 2 gríðarsterka skákmenn vegna aldurs upp úr liðinu og náðu þeir ekki að fylgja frábærum árangri síðan í fyrra eftir.

B lið TR var svo mjög gott líka en þar á eftir komu lið GM Hellis B, TG A og Hauka og Fjölnis B öll með svipaðan árangur. GM Hellir B varð sjónarmun á undan TG á 2 stigaútreikningi.

Tveir liðsmanna GM Hellis náðu sér í borðaverðlaun á mótinu en það voru Dawid Kolka sem fékk 6,5v af 7 á 2. borði fyrir GM Helli A og Birgir Ívarsson sem fékk 6v á 4. borði fyrir GM Helli B.

Lokastaða

RankTeamGam.+=-Pts.MP
1TR A761023½13
2GM Hellir A7412219
3Fjölnir A752020½12
4TR B742119½10
5GM Hellir B731315½7
6Taflfélag Garðabæjar A731315½7
7Haukar7403158
8Fjölnir B7313157
9GM Hellir C7313137
10TR D730412½6
11TR C730411½6
12Fjölnir C730411½6
13GM Hellir D7304116
14TR E72145
15Taflfélag Garðabæjar B71153
16TR F700730

TR A varð því Íslandsmeistari. 

DSC03067GM Hellir C vann keppni C liða.

 

 

 

 

 

Sjá nánar á skák.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband