Síðasta mánudagsæfing Hugins sem fram fór 26. febrúar sl. var ekki hefðbundin æfing heldur jafnframt ein af undankeppnum fyrir Reykjavík Barna-Blitz. Þrír efstu á mótinu gátu tryggt sér þátttöku í úrslitum Reykjavík Barna-Blitz sem verður 11. mars nk. í Hörpunni samhliða Reykjavíkurskákmótinu.
23 keppendur mætttu til leiks og háðu jafna og spennandi keppni um hin eftirsóttu þrjú sæti. Að lokum stóð Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson einn efstur með 5,5v af sex mögulegum. Annar var Gunnar Erik Guðmundsson með 5v. Efstu tveir tefldu ekki saman því tapið hjá Gunnari Erik kom strax í fyrstu umferð gegn Einari Degi Brynjarssyni og svo vann hann rest. Þriðji var Ísak Orri Karlsson með 4,5v. Ísak Orri og Baltasar fylgdust að fram í síðustu umferð og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign í fjórðu umferð og voru öruggir áfram fyrir síðustu umferð. Ísak Orri fékk Gunnar Erik í lokaumferðinni og mátti Gunnar Erik ekki tapa viðureigninni til að missa ekki af lestinni. Á meðan fékk Baltasar Rayan Sharifa sem var kominn í úrslit Barna-Blitz með vaskri framgöngu í undankeppninni hjá Víkingaklúbbnum. Gunnar Erik lagði Ísak Orra og Baltasar vann Rayan og þar með var Baltasar, Gunnar Erik og Ísak Orri komnir áfram.
Næsta mánudagsæfing Hugins verð hefðbundin og verður haldin mánudaginn 5. mars nk. og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er upp á þriðju hæð.
Lokastaðan í chess-results:
Nú hafa Huginn, Taflfélag Reykjavíkur og Víkingaklúbburinn haldið undanrásir sínar. Áfram eru komnir: Óskar Víkingur Davíðsson, Ryan Sharifa, Benedikt Þórisson, Róbert Luu, Stefán Orri Davíðsson, Benedikt Briem, Baltasar Máni Wedholm, Gunnar Erik Guðmundsson og Ísak Orri Karlsson.
Undanrásir hjá Breiðablik fara fram sunnudaginn 4. mars klukkan 13:00 í Skákstúkunni við Breiðabliksvöll. Tveir efstu öðlast sæti í úrslitum.
Undanrásir hjá Fjölni fara fram miðvikudaginn 7. mars klukkan 16:30 í Rimaskóla. Þrír efstu öðlast sæti í úrslitum.
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2018 | 22:54
Vigfús sigraði á atkvöldi
Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á atkvöldi Hugins sem fram fór 26. febrúar sl. Vigfús fékk 7v í jafn mörgum skákum þannig að allir andstæðingar hans máttu lúta í dúk. Annar var Örn Leó Jóhannsson með 6v. Úrslitaviðureignin milli efstu manna var háð strax í annarri umferð. Þar lenti Örn Leó í þvi að vanda sig um of í vænlegu endatafli og gleyma að leika í lokin. Þriðji var Páll Andrason með 5v.
Tölvan var í lagi á þessu skákkvöldi og látin um dráttinn í happdrættinu. Í þetta sinn fann hún Björvin Kristbergsson í fyrsta sinn og spurning hvort hún sleppi honum aftur. Valið var hafðbundið þannig að Björgvin valdi gjafabréf frá Dominos og Vigfús valdi Saffran. Næsta skákkvöld verður hraðkvöld 19. mars
Lokastaðan á akvöldinu:
1. Vigfús Ó. Vigfússon 7v/7
2. Örn Leó Jóhannsson, 6v
3. Páll andrason, 5v
4. Sigurður Freyr Jónatansson, 4v
5. Hjálmar Sigurvaldason, 3v
6. Björgvin Krisbergsson, 2v
7. Hörður Jónasson, 1v
8. Pétur Jóhannesson, 0v
Lokastaðan í chess-results:
Skák | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2018 | 01:43
Skák og jól í Álfhólsskóla
Jólapakkaskákmóti Hugins var haldið í 20 sinn í Álfhólsskóla þann 17. desember sl. Mótið var nú sem endranær eitt fjölmennasta krakkamót ársins. Þetta er annað árið í röð sem mótið fer fram í Álfhólsskóla og þátttakan var betri en árið áður en 133 tóku þátt að þessu sinni og má því segja að mótið hafi unnið sér sess á nýjum stað. Vissulega var það töluverð breyting að færa mótið úr Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem það hafði verið í meira en áratug og nánast orðið rótfast en það hefur einnig ákveðinn sjarma að halda mótið á nýjum stað eins og Álfhólsskóla. Uppsetning mótsins er einnig mjög auðveld í Álfhólsskóla þar sem er rúmgóður matsalur sem tekur rúmlega 100 manns að tafli.
Við flutninginn í Álfhólsskóla var gerð sú breyting á mótshaldinu að hætt var að mestu að nota Monradspjöldin og flestir flokkar keyrðir á tölvu. Núna ætluðum við að sleppa monradspjöldunum alveg en forritið virkaði ekki í einni tölvunni og þurfti því að nota spjöldin í tveimur yngstu flokkunum. Það er ekki mikil eftirsjá af monradspjöldunum nema í happdrættinu þar sem það er tilþrifameira að veiða spjöldin úr kassa heldur en að láta tölvuna draga.
Búið var að forskrá alla keppendur í mótið en smá tilfæringar þurfti við að bæta nýjum keppendum inn og fella út þá sem ekki mætttu og jafnvel bæta sumum inn aftur þegar þeir birtust móðir og másandi þannig að mótið byrjaði eins og alltaf rúmleg kl. 13 og fjörið hófst.
Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt frá 5 ára aldri og upp í 15 ára aldur. Margir sterkir skákmenn hófu sinn skákferil á Jólapakkamótinu og fyrstu mótunum má finna sigurvegara eins og Braga Þorfinnsson, Dag Arngrímsson, Davíð Kjartansson og Guðmund Kjartansson. Nú sem endranær tóku flest allir sterkustu skákmenn landsins af yngri kynslóðinni þátt.
Þátttakendur komu úr 32 skólum og leikskólum sem eru töluvert fleiri skólar en í fyrra. Langflestir komu úr Álfhólsskóla eða 23 enda á heimavelli en yfirburðirnir voru samt mun minni en í fyrra. Næstir komu svo Rimaskóli með 14 þátttakendur, Háteigsskóli með 13 þátttakendur og Salaskóli með 11 þáttakendur.
Úrslitin eru ekki aðalatriðinu á Jólapakkamótinu heldur að taka þátt og gleðja sig og aðra. Allir keppendur mótsins voru leystir út með nammi frá Góu-Lindu.Allir verðlaunahafar fengu jólapakka sem og heppnir keppendur.
Í pökkunum voru meðal annars: bækur af ýmsu tagi og þar á meðal skákbækur, húfur, dót af ýmsu tagi, púsluspil, töfl, leikir og fleira. Meðal vinninga voru ýmsir vinningar frá Landsbankanum og Bluetooth heyrnartól frá Tölvulistanum/Heimilistæki. Aðrir sem gáfu gjafir í pakka voru Ferill verkfræðistofa og Bókabeitan bókaútgáfa.
Eftirtaldir studdu við mótið og er þeim færðar miklar þakkir fyrir: ALARK arkitektar, Arion banki, Álfhólsskóli, Body Shop, Dominos, Efling, Energia, Gámaþjónustan, Guðmundur Arason smíðajárn, Gullkistan, HBTB, Hjá Dóra matstofa, Íslandsspil, Íslenska lögfræðistofan, ÍTR, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Mótx, Olís, Reykjavíkurborg, Salaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli, Suzuki bílar, Valitor og Vatnsendaskóli.
Mót eins og Jólapakkamótið fer ekki fram án öflugra starfsmanna. Eftirtaldir starfsmenn komu að mótinu: Edda Sveinsdóttir, Elín Edda Jóhannsdóttir, Einar Birgir Steinþórsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Davíð Ólafsson, Gunnar Björnsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Olaf Fivelstad, Alec Elías Sigurðarson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Rósa Margrét Hjálmarsdóttir, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Lenka Ptacnikova, Adam Omarsson og Josef Omarsson. Auk þess aðstoðuðu fjöldi foreldra og keppenda við tiltekt að móti loknu sem gekk það vel að um kl. 17 voru öll áhöld komin niður í félagsheimili Hugins í Mjóddinni sem er vel að verki staðið.Fá allir þessi aðilar bestu þakkir fyrir.
En þá eru það úrslitin.
A-flokkur (2002-04):
Gestur Andri Brodmann vann flokkinn með 4,5v af 5 mögulegum. Í öðru og þriðja sæti voru Snorri Esekíel Jóhannesson og Konráð Óskar Kjartansson með 3,5v. Gestur, Snorri, Konráð og Vigfús Máni Ólafsson voru efstir strákanna.
Rakel Tinna Gunnarsdóttir varð efst stúlkna. Elín Edda Jóhannsdóttir varð önnur, Ásgerður Júlía Gunnarsdóttir þriðja og Wiktoria Momuntjuk fjórða.
11 tóku þátt. Nánar á Chess-Results.
B-flokkur (2005-06):
Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með 4,5 af 5 mögulegum, Joshua Davíðsson og Ótttar Örn Bergmann Sigfússon Orri Karlsson urðu í 2 og 3. sæti með 4v. Í næstu sætum voru Benedikt Þórisson (4v) og Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson (3,5v).
Ylfa Ýr Welding Hákonardótir varð efst stúlkna, Ásthildur Helgadóttir önnur, Þórdís Agla Jóhannsdóttir þriðja og Hólmfríður Þrastardóttir fjórða.
26 tóku þátt. Nánar á Chess-Results.
C-flokkur: (2007-08):
Gunnar Erik Guðmundsson varð efstur með fullt hús 5v af fimm mögulegum. Í öðru til þriðja sæti voru Rayan Sharifa og Anna Katarína Thoroddsen með 4v. Efstir af strákunum voru Gunnar Erik Guðmundsson, Rayan Sharifa, Einar Tryggvi Petersen (4v) og Adam Omarsson (4v).
Anna Katarína Thoroddsen var efsta stúlkna. Soffía Arndís Berndsen önnur, Katrín María Jónsdóttir þriðja og Sóley Kría Helgadóttir fjórða.
26 tóku þátt. Nánar á Chess-Results:
D-flokkur (2009-10):
Eiríkur Emil Hákonarson og Einar Dagur Brynjarsson urðu efstir og jafnir með 5v af fimm mögulegum. Jóhann Helgi Hreinsson, Markús Flosi Blöndal og Bjartur Þórisson með 4v urðu næstir stráka.
Sól Lilja Sigurðardóttir var efst stúkna með 4v, næstar komu Elín Lára Jónsdóttir, Svandís María Gunnarsdóttir, Arna Rún Gunnarsdóttir og Heiðdís Diljá Hjartardótttir.
49 tóku þátt. Nánar á Chess-Results:
E-flokkur (2011 og yngri):
Jósef Omarsson sigraði með full húsi 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Dagur Jóhann Friðjónsson með 4. Næstir komu Róbert, Tómas Pétursson og Jökull Máni Ingvarsson með 3,5v. Hafdís Karen Óskarsdótir og Hafdís Karen Óskarsdóttir voru efstar stúlkna.
19 tóku þátt. Sjá nánar á skakhuginn.is
Peðaskák (2011 og yngri):
Aðeins þrjú voru með í peðaskákinni að þessu sinni. Sunneva Valey Valdimarsdóttir var efst, og næstir komu jafnir Nói Hrafn Sólar Arngrímsson og Ignat Leó. Alls tóku 3 þátt.
Happdrættin:
Í hverjum flokki voru dregnir út heppnir keppendur og var reynt að hafa fjölda vinninga í samræmi við fjölda keppenda í hverjum flokki miðað við skráninguna þegar pakkarnir voru útbúnir. Í lokin var svo happdrætti þar sem allir eiga möguleika og þar varu m.a. annars dregin út Bluetooth heyrartól frá Tölvulistanum/Heimilstækjum fyrir bæði stelpu og strák og þar duttu í lukkupottin Agla Björk Egilsdóttir og Kiril Alexander Igorsson
Skákfélagið Huginn þakkar öllum krökkunum kærlega fyrir þátttökuna!
Unglingastarfsemi | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2017 | 23:32
Birgir Logi sigraði á Huginsæfingu
Birgir Logi Steinþórsson sigraði með fullu húsi á æfingu sem haldin var þann 11. desember sl. Birgir Logi fékk 5v í jafn mörgum skákum og svei mér þá ef þett er ekki bara í fyrsta sinn sem Birgir Logi vinnu þessar æfingar. Engu dæmi þurfti að skila á þessari æfingu en í staðinn skoðuðu þátttakendur saman tvö dæmi um leppanir. Í öðru sæti var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v. Síðan komu þrír keppendur með 3v en það voru Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson og Árni Benediktsson. Þarna var Rayan fremstur á stigum og hlaut þriðja sætið.
Veitt voru sérstök stúlknaverðlaun á æfingunni og þar varð Bergþóra Helga Gunnarsdóttir fyrst, Wiktoria Momuntjuk önnur og Gabriella Veitonite þriðja.
Í æfingunni tóku þátt: Birgir Logi Steinþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Árni Benediktsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Andri Sigurbjörnsson, Wiktoria Momuntjuk og Gabriella Weitonite.
Nú verður gert hlé á æfingunum fram yfir áramót. Næsta æfing verður á nýju ári mánudaginn 8. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.
Skák | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2017 | 00:44
Vignir Vatnar sigraði á hraðkvöldi
Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 4. desember sl. Vignir Vatnar fékk 6,5v af sjö mögulegum og það var Páll Andrason sem náði jafnteflinu í fimmtu umferð. Annar var Örn Leó Jóhannsson með 6v og þriðji var Páll Andrason með 5v.
Það voru tólf með að þessu sinni þannig að líkurnar í happdrættinu voru minni en síðast. Að þessu sinn leitaði tölvan niður á við og valdi Pétur Jóhannesson. Eins og síðast fékk sigurvegarinn og sá heppni sinn hvorn miðann fyrir máltíð á Saffran. Næsta skákkvöld verður fyrsta mánudag á nýju ári og þá verður úrvalið vonandi meira.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
1. Vignir Vatnar Stefánsson, 6,5v/7
2. Örn Leó Jóhannsson, 6v
3. Páll Andrason, 5v
4. Vigfús Ó. Vigfússon, 4,5v
5. Gunnar Nikulásson, 4v
6. Kristinn Jón Sævaldsson, 3v
7. Kristján Halldórsson, 3v
8. Hjálmar Siurvaldason, 3v
9. Sigurður Freyr Jónatansson, 3v
10. Hörður Jónasson, 3v
11. Björgvin Kristbergsson, 2v
12. Pétur Jóhannesson, 1v
Hraðkvöld Hellis | Breytt 19.12.2017 kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2017 | 23:13
Batel vann eldri flokkinn og Árni yngri flokkinn á Huginsæfingu
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2017 | 03:43
Rayan sigraði á Huginsæfingu
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2017 | 22:46
Vigfús sigraði á hraðkvöldi 27. nóvember
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2017 | 01:35
Jólapakkamót Hugins fer fram 17. desember
Skák | Breytt 1.12.2017 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2017 | 03:17
Óttar Örn vann eldri flokkinn og Guðjón Ben yngri flokkinn á Huginsæfingu
Skák | Breytt 1.12.2017 kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádæmi, þrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hraðskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hraðskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar