Óskar Víkingur unglingameistari Hugins 2017

IMG_3187Óskar Víkingur Davíðsson sigraði á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk í síðustu viku. Óskar Víkingur fékk 6 vinninga í sjö skákum. Fyrst komu fimm sigrar og svo jafntefli í tveimur síðustu umferðunum við Óttar Örn og Baltasar Mána. Óskar Víkingur tefldi af öryggi í mótinu og vann verðskuldaðan sigur og hefði ekki þurft á þessum tveimur jafnteflum að halda til að landa honum. Þetta er í þriðja sinn sem Óskar verður unglingameistari Hugins og hann getur enn bætt þremur í viðbót í safnið.

Eftir spennandi lokaumferð voru fimm jöfn með 5v en það voru Stefán Orri Davíðsson, Batel Goitom Haile, Benedikt Þórisson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson. Stefán Orri var hlutskarpastur á stigum og hlaut annað sætið. Það þurfti þrefaldan útreikning til að skilja milli Stefáns Orra og Batel sem hlaut þriðja sætið. Það blés ekki byrlega fyrir Stefáni Orra eftir slysalegt tap gegn Batel í annarri umferð þar sem hann manni yfir lét leppa hjá sér hrók í endatafli. Lokaumferðirnar tefldust Stefáni Orra í hag. Batel lenti í tveimur erfiðum viðureignum við þá bræður Bjart og Benedikt Þórissyni og hafði hún sigur gegn þeim yngri en tapaði fyrir þeim eldri. Benedikt stóð því vel fyrir lokaumferðina og gat tryggt sér annað sætið með því að vinna Stefán Orra í lokaumferðinni en það er erfitt að tefla tvær úrslitaskákir í röð og Stefán Orri vann viðureignina. Þar með var allt komið í eina kös á eftir Óskari í fyrsta sætinu.

IMG_3183Veitt voru sérstök verðlaun fyrir 12 ára og yngri þar sem undanskyldir voru þeir sem voru í þremur efstu sætum. Þar komu þeir þrír sem einnig voru með 5v. Benedikt var þeirra stighæstur með 29 stig, Óttar Örn var annar með 27 stig og Baltasar Máni þriðji með 26 stig. Óttar og Baltasar tefldu vel á mótinu og áttu góðan seinni hluta sem oft hefur gefist vel. Það vantar aðeins meiri nákvæmni hjá þeim og meiri byrjanakunnáttu til að stinga sér alveg á kaf í toppbaráttuna.

Þátttakendur á mótinu voru 22 sem telst bara nokkuð gott á þessu móti sem stendur yfir í tvo daga. Allir sem hófu mótið luku því sem hefur ekki gerst oft.

Frásögn þessi er lausleg endursögn á frétt sem birtist á skákhuganum rétt áður en síðan hrundi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tómas atskákmeistari Reykjavíkur og Kristján atskákmeistari Hugins

20171120_230801(1)Tómas Björnsson sigraði á jöfnu og spennandi Atskákmóti Reykjavíkur sem fram fór síðast liðið mánudagskvöld. Tómas tefldi vel og af öryggi á mótinu og fékk 5,5v í sex skákum og varð atskákmeistari Reykjavíkur í fyrsta sinn. Jafnteflið kom í fimmtu umferð gegn Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó var þá búinn að gera jafntefli við Hilmir Freyr Heimisson og þurfti á sigri að hald til að hafa sætaskipti við Tómas sem ekki tókst. Bæði Tómas og Örn Leó unnu í lokaumferðinni og varð Örn Leó því í öðru sæti með 5v. Þriðja sætinu náði svo Kristján Halldórsson með góðum endaspretti sem skilaði honum 4,5v í hús. Kristján var jafnframt efstur Huginsmanna og atskákmeistari Hugins 2017. Þátttakendur voru 22 sem telst all góð þátttaka í þessu móti.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sameiginleg heimasíða GM Hellis

Heimasíða Hellis færist yfir á sameiginlega heimasíðu GM Hellis. Ekki verður um fleiri færslur á Hellissíðuna að ræða. Slóðin á sameiginlega heimasíðu GM Hellis er: http://godinn.blog.is/blog/godinn/

Hraðkvöld hjá GM Helli mánudaginn 25. nóvember

Skákfélagið GM Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 25. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á Saffran. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Örn Leó sigraði á hraðkvöldi

Örn Leó Jónsson sigraði öruggleg með 8,5v í níu skákum á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 18. nóvember sl. Það var aðeins Páll Sigurðsson sem kom í veg fyrir að Örn Leó ynni allar skákirnar en þeir gerðu jafntefli í næst síðustu umferð. Í öðru sæti varð Páll Sigurðsson með 6,5v og síðan varð Gauti Páll Jónsson í þriðja sæti með 5,5v og aðeins hærri en Vigfús á stigum. Örn Leó dró svo í lok hraðkvöldsins Jón Gunnar Jónsson í happdrættinu og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.

Næsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 18. nóvember kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.

RöðNafnVinn.TB1TB2TB3
1Örn Leó Jóhannsson 8,533,308
2Páll Sigurðsson 6,52505
3Gauti Páll Jónsson 5,518,505
4Vigfús Vigfússon 5,518,305
5Gunnar Nikulásson 4,515,304
6Jon Olav Fivelstad 41603
7Jón Gunnar Jónsson41304
8Atli Jóhann Leósson3,59,2503
9Ólafur Guðmarsson 3803
10Björgvin Kristbergsson 0000

Dawid og Brynjar efstir á æfingu

Á æfingunni sem haldin var 18. nóvember sl. var farið skipt í hópa fengist við ýmis viðfangsefni skákarinnar. Alec Elías, Heimir Páll og Dawid fóru í spánska leikinn, enska leikinn og caro can hver með sinn hóp og síðan voru Lenka og Erla með dæmahóp....

TR Íslandsmeistari unglingasveita GM Hellir í öðru sæti

Taflfélag Garðabæjar hélt Íslandsmót Unglingasveita í Garðalundi í Garðabæ síðasta laugardag. Alls tóku 16 lið þátt frá 5 taflfélögum þátt. Eingöngu lið frá höfuðborgarsvæðinu voru með að þessu sinni en vitað var td. að Akureyringar eiga mjög sterkt lið...

Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 18. nóvember

Skákfélagið GM Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 18. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00 . Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í...

Einar Hjalti sigraði á Atskákmóti Reykjavíkur

Einar Hjalti Jensson sigraði á vel skipuðu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem lauk í kvöld með 5,5v í sex skákum. Einar Hjalti sigraði Guðmund Gíslason í spennandi skák í næst síðustu umferð og tryggði svo sigurinn með jafntefli við Ögmund í lokaumferðinni....

Dawid með fullt hús á æfingu

Dawid Kolka sigraði á barna- og unglingaæfingu hjá Skákfélaginu GM Helli sem fram fór 11. nóvember sl. Dawid fékk 5v í jafn mörgum skákum eða fullt hús vinninga. Annar var Mikhael Kravchuk með 4v. Margir voru svo með 3v en þeirra fremstur á stigum var...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband