Vignir Vatnar sigraði á æfingu

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði örugglega á æfingu sem haldin var 10. desember sl með því að leggja alla fimm andstæðinga sína að velli. Annar varð Felix Steinþórsson með 4,5v og þriðji Brynjar Bjarkason með 4v sem varð í fyrsta sinn á meðal verðlaunahafa á þessum æfingum.

Í æfingunni tóku þátt: Vignir Vatnar Stefánsson, Felix Steinþórsson, Brynjar Bjarkason, Mikhael Kravchuk, Óskar Víkingur Davíðsson, Bárður Örn Birkisson, Stefán Orri Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Helgi Svanberg Jónsson, Halldór Atli Kristjánsson, Alec Sigurðarson, Sigurður Kjartansson, Birgir Ívarsson, Stefán Karl Stefánsson, Torfi Þór Róbertsson, Björn Hólm Birkisson,  Ívar Andri Hannesson, Brynjar Haraldsson, Sindri Snær Kristófersson, Adam Omarsson, Egill Úlfarsson og Þorsteinn Emil Jónsson.

Næsta æfing verður svo mánudaginn 17. desember nk. og hefst kl. 17.15. Það verður jafnframt síðasta æfingin fyrir áramót. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

 


Elsa María sigraði á hraðkvöldi

Hraðkvöldi Hellis sem fram fór 3. desember sl var jafnt og spennandi eins og það næsta á undan. Í þetta sinn voru það Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem voru í aðalhlutverkum. Þær enduðu efstar og jafnar með 6v og þurfti stigaútreikning til að skera úr um sigurvegarann og þar hafði Elsa María betur þegar hún  tryggði sér sigurinn í öðrum útreikningi. Þær voru einnig jafnar og efstar fyrir síðustu umferð en þá var Jóhanna efst á stigum þannig að þær höfðu sætaskipti á stigum í lokaumferðinni. Þriðji varð svo Örn Leó Jóhannsson með 5v. Elsa María vandaði svo í úrdrættinum og dró Jón Úlfljótsson.  

Skákkvöld í Hellisheimilinu eru þá komin í smá jólafrí en næst verður bikarmót Hellis föstudaginn 28. desember og á nýju ári verður atkvöld mánudaginn 7. janúar og síðan hraðkvöld á hverjum mánudegi fram að Reykjavíkurskákmótinu.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

Röð   Nafn                        Vinningar M-Buch. Buch. Progr.

 1-2  Elsa María Kristínardóttir,      6      19.5  28.0   24.0
      Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,     6      19.5  25.5   26.0
  3   Örn Leó Jóhannsson,              5      19.0  27.5   17.0
 4-5  Kristófer Ómarsson,              4      21.0  29.0   18.0
      Jón Úlfljótsson,                 4      19.0  27.0   16.5
  6   Vigfús Ó. Vigfússon,             3.5    19.0  25.0   14.0
 7-9  Finnur Kr. Finnsson,             3      16.5  22.5   11.0
      Gunnar Nikulásson,               3      15.5  21.5   10.0
      Kristján Halldórsson,            3      14.5  19.5   11.0
 10   Hermann Ragnarsson,              2.5    19.0  25.0   11.5
 11   Björgvin Kristbergsson,          2      16.5  20.5    9.0
 12   Pétur Jóhannesson,               0      15.0  23.0    0.0

Vignir Vatnar aftur með fullt hús

Vignir Vatnar Stefánssson sigraði örugglega á æfingu sem haldin var 3. desember sl. Vignir fékk 5v í jafn mörgum skákum. Næstir komu Dawid Kolka, Mikhael Kravchuk og Brynjar Bjarkason með 4v og og þurfti stigaútreiking til skera úr milli þeirra. Dawid var þeirra stigahæstur og fékk annað stætið, næstur kom Mikhael sem fékk það þriðja og svo kom Brynjar sem varð fjórði.

Í æfingunni tóku þátt: Vignir Vatnar Stefánsson, Dawid Kolka, Mikhael Kravchuk, Brynjar Bjarkason, Bárður Örn Birkisson, Sindri Snær Kristófersson, Birgir Ívarsson, Felix Steinþórsson, Egill Úlfarsson, Stefán Orri Davíðsson, Björn Hólm Birkisson, Óskar Víkingur Davíðsson, Helgi Svanberg Jónsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Ívar Andri Hannesson, Alec Sigurðarson, Oddur Þór Unnsteinsson, Stefán Karl Stefánsson, Brynjar Haraldsson og Adam Omarsson.

Næsta æfing verður svo mánudaginn 10. desember nk. og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.


Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 3. desember

Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 3. desember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á Saffran. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Hallgerður efst á hraðkvöldi - Björgvin vann aftur í happdrættinu !

Það var jöfn og spennandi barátta á hraðkvöldi Hellis sem fram fór 26 nóvember. Keppendur skiptust á að hafa forystuna en að lokum voru þrjú efst og jöfn með 5,5v en það voru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Vigfús Ó. Vigfússon og Gunnar Björnsson. Í stigaútreikningnum lagði Hallgerður bæði formanninn og forsetann að velli og tryggði sér sigur og gjafabréf á Saffran. Fór ágætlega á því að hún væri fyrir ofan þá báða eftir að hafa unnið Vigfús í næst síðustu umferð og gert jafntefli við Gunnar í lokaumferðinni. Hallgerði tókst svo að dobbla Stefán í úrdrættinum og dró Björgvin Kristbergson aftur sem fagnaði því ekki minna en síðast. Líkurnar á því að hann væri dreginn tvisvar voru rúmlega 0,3%. Hins vegar var fyrir mótin nokkru meiri líkur á því að einhver væri dreginn tvisvar. Það voru 11 sem mættu á báðar æfingarnar þannig að þetta gat gerst á 11 mismunandi vegu. 

Næsta skákkvöld í Hellisheimilinu verður næstkomandi mánudag 3. desember kl. 20. Þá verður einnig hraðkvöld.

 Röð  Nafn                              Vinningar M-Buch. Buch. Progr.

 1-3  Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir,    5.5      19.5  27.5   22.5
      Vigfús Ó. Vigfússon,                 5.5      18.5  26.5   23.5
      Gunnar Björnsson,                    5.5      18.5  25.5   20.5
  4   Örn Leó Jóhannsson,                  5        23.0  31.5   21.0
  5   Gunnar Nikulásson,                   4.5      14.0  21.5   13.5
  6   Elsa María Kristínardóttir,          4        20.0  28.0   19.0
7-10  Hafliði Hafliðason,                  3.5      21.0  29.5   14.5
      Hermann Ragnarsson,                  3.5      17.0  24.0   15.0
      Bjarni Þór Guðmundsson,              3.5      16.0  23.0   12.5
      Jón Úlfljótsson,                     3.5      16.0  22.5   14.5
11-15 Vignir Vatnar Stefánsson,            3        24.0  32.5   16.0
      Mikhael Kravchuk,                    3        18.5  25.5   13.0
      Jon Olav Fivelstad,                  3        16.5  23.5   14.5
      Björgvin Kristbergsson,              3        15.5  22.5    7.0
      Óskar Víkingur Davíðsson,            3        14.0  20.0    9.0
16-17 Erik Daníel Jóhannesson,             2        15.0  22.0    7.0
      Jón Otti Sigurjónsson,               2        14.0  19.0    9.0

Vignir Vatnar með fullt hús á æfingu

Vignir Vatnar Stefánssson sigraði örugglega á æfingu sem haldin var 26. nóvember sl. Vignir fékk 5v í jafn mörgum skákum. Annar varð Dawid Kolka með 4v og þriðji varð Felix Steinþórsson með 3,5v eins og Helgi Svanberg Jónsson og Bjarni Þór Guðmundsson en...

Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 26. nóvember

Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 26. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00 . Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun...

Jólapakkaskákmót Hellis verður haldið laugardaginn 22. desember.

Jólapakkaskákmót Hellis verður haldið laugardaginn 22. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 15. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það...

Stefán Bergsson sigraði á hraðkvöldi.

Það var vel mætt á hraðkvöldi Hellis sem fram fór 19. nóvember og það nokkuð vel skipað. Stefán Bergsson sigraði örugglega 7v í jafn mörgum skákum og var meir að segja búinn að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu umferð. Jöfn í öðru og þriðja sæti voru...

Dawid efstur í eldri flokki og Axel Óli í yngri flokki á æfingu 19. nóvember.

Á æfingunni 19. nóvember sl. var teflt í tveimur flokkum eftir aldri og hvort þátttakendur væru með skákstig. Auk þess bættust við Óskar, Halldór Atli og Mikhael sem unnu yngri flokkinn í þau þrjú skipti sem þetta fyrirkomulag hefur verið áður. Í eldri...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband