Aðalfundur Hellis verður haldinn 20. september nk.

Aðalfundur Taflfélagsins Hellis fer fram fimmtudaginn 20. september nk. og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf eins og yfirferð ársskýrslu og kosning stjórnar.

Félagið hvetur félagsmenn til að fjölmenna


Vignir Vatnar með fullt hús á æfingu

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á æfingu sem fram fór 10. september sl. með 5v í jafn mörgum skákum. Jafnir í 2. - 4. sæti voru Hilmir Freyr Heimisson, Felix Steinþórsson og Jakob Alexander Petersen með 4v en eftir stigaútreikning fékk Hilmir 2. sætið og Felix það þriðja. Það voru 21 þátttakandi á æfingunni og eins og hópurinn sem mætti á æfinguna var mjög þéttur og sterkur eins og sést á keppendalistanum. Úrslitin áæfingunni réðust í þungri baráttuskák í Benkö bragði milli Vignis og Hilmis sem var glettilega vel tefld miðað við að umhugsunartíminn var aðeins 10 mínútur.

Í æfingunni tóku þátt: Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Felix Steinþórsson, Jakob Alexander Petersen, Dawid Kolka, Birgir Ívarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Björn Hólm Birkisson, Oddur Þór Unnsteinsson, Bárður Örn Birkisson, Guðmundur Agnar Bragason, Halldór Atli Kristjánsson, Árni Pétur Árnason, Egill Úlfarsson, Brynjar Haraldsson, Alec Elías Sigurðarson, Snorri Vikanes Bjarnason, Ívar Andri Hannesson, Stefán Karl Stefánsson og Sindri Snær Kristófersson. 

Næsta æfing verður svo mánudaginn 17. september nk. og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

 


Eiríkur sigraði á hraðkvöldi

Eiríkur Björnsson sigraði á hraðkvöldi Hellis sem fram fór 10. september. Eiríkur fékk sex vinninga í sjö skákum og varð það bara Gauti Páll sem vann Eirík og það strax í fyrstu umferð. Eftir það tók Eiríkur hraustlega á andstæðingum sínum og vann allar skákir sem voru eftir. Annar varð Hilmir Freyr Heimisson með 5,5v en hann leiddi mótið fram í næst síðustu umferð þegar hann tapaði fyrir Eiríki. Þriðji varð svo Jón Úlfljótsson með 5v.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

 Röð  Nafn                       Vinningar M-Buch. Buch. Progr.

  1   Eiríkur Björnsson,            6        18.0  25.0   21.0
  2   Hilmir Freyr Heimisson,       5.5      20.5  28.0   23.5
  3   Jón Úlfljótsson,              5        21.5  28.0   21.0
 4-7  Gauti Páll Jónsson,           4        21.0  28.5   19.0
      Jon  Olav Fivelsted,          4        19.5  26.5   17.0
      Arsenij Zacharov,             4        18.0  24.5   17.0
      Vigfús Ó. Vigfússon,          4        16.5  22.5   15.0
  8   Kristófer Ómarsson,           3.5      17.5  24.0   13.5
  9   Björgvin Kristbergsson,       2.5      14.5  19.0    9.5
10-11 Alec Elías Sigurðarson,       1.5      17.0  23.5    6.5
      Pétur Jóhannesson,            1.5      16.0  22.5    2.5
 12   Óskar Víkingur Davíðsson,     0.5      15.5  22.0    2.5

Víkingar unnu Hellismenn

Undanúrslitin í hraðskákkeppni taflfélaga fóru fram í gærkvöldi í Betrunarhúsinu í Garðabæ sem er félagsheimili TG. Þar mættust annars vegar TG og Goðinn og hins vegar Hellir og Víkingaklúbburinn. Goðinn vann TG eins og fjallað hefur verið um á skáksíðunni. Í hinni viðureigninni bitu Víkingar í skjaldarrendur strax í upphafi viðureignar en létu hins vegar ógert að öskra ógurlega, kannski af tillitsemi við hina viðureignina sem hófst nokkru fyrr. Hvað um það þeir sölluðu samt inn vinningum frá upphafi og leiddu í hálfleik með 25,5 v. gegn 10,5 v. Seinni hálfleikur fór eins fram nema að Hellismenn náðu loks að vinna lokaumferðina og laga stöðuna aðeins en viðureignina sjálfa vann Víkingaklúbburinn með 51 v. gegn 21 v. Hellismanna. 

Í hraðskákkeppni eins og þessari er það þannig að það getur oft gengið á ýmsu þannig að sumir fá fleiri vinninga en stöðurnar gefa tilefni til en aðrir færri en í það heila jafnast þetta yfirleitt út. Björn, Ólafur, Magnús og Stefán voru bestir Víkinga. Hjá Hellismönnum voru Andri og Sigurbjörn bestir.

Fyrir Víkingaklúbbinn tefldu:

  • Björn Þorfinnsson 11v af 12
  • Ólafur B. Þórsson 9v/11
  • Magnús Örn Úlfarsson 8v/12
  • Stefán Kristjánsson 7v/8
  • Stefán Sigurjónsson 4,5v/8
  • Gunnar Freyr Rúnarsson 4v/6
  • Þorvarður Ólafsson 3,5v/8
  • Haraldur Baldursson 2v/3
  • Lárus Knútsson 1v/2
  • Jónas Jónasson 1v/2

Fyrir Helli tefldu:

  • Sigurbjörn Björnsson 5,5v/12
  • Andri Grétarsson 6/12
  • Bragi Halldórsson 3v/12
  • Rúnar Berg 2,5v/8
  • Baldur A. Kristinsson 2v/11
  • Helgi Brynjarsson 1,5v/5
  • Hilmir Freyr Heimisson 0v/5
  • Ögmundur Kristinsson 0v/7

Hraðkvöld hjá Helli mánudaginn 10. september nk.

Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 10. september nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fær pizzu hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Sigurbjörn sigraði á Meistaramóti Hellis

Sigurbjörn Björnsson sigraði örugglega á ný loknu Meistaramóti Hellis með 6,5 í sjö skákum og gerði aðeins jafntefli við Davíð Kjartansson. Eftir erfiða vinnusigra í upphafi móts gegn Jóni Úlfljótssyni og Þorvarði komst Sigurbjörn í gang og landaði...

Mikhael efstur á fyrstu æfingu á haustmisseri.

Barna- og unglingaæfingar Taflfélagsins Hellis hófust eftir sumarhlé síðasta mánudag 3. september. 14 krakkar mættu á þessa fyrstu æfingu og tefldu 5 umferðir og glímdu við tvö dæmi. Þrír voru efstir og jafni með 4v en það voru Mikhael Kravchuk, Heimir...

Barna- og unglingaæfingar Hellis hefjast mánudaginn 3. september

Barna- og unglingaæfingar Hellis hefjast aftur mánudaginn 3. september 2012. Taflið byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagið verður það sama og síðasta vetur. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Engin þátttökugjöld. Æfingarnar verða haldnar í...

Sigurbjörn með vinningsforskot fyrir lokaumferð Meistaramóts Hellis

Í næst síðustu umferð sem tefld var í kvöld gerðu Sigurbjörn Björnsson og Davíð Kjartansson jafntefli á fyrsta borði. Á öðru borði gerðu Þorvarður Ólafsson og Jón Árni Halldórsson jafntefli í sviftingasamri skák þar sem Þorvarður fórnaði manni. Á þriðja...

Sigurbjörn einn í efsta sæti á Meistaramóti Hellis

Að lokinni 5. umferð sem tefld var í kvöld þá er Sigurbjörn Björnsson efstur með 5v. Annar er Þorvarður Fannar Ólafsson með 4v. Síðan koma 4 skákmenn jafnir í 3.-6. sæti með 3,5v en það eru: Jón Árni Halldórsson, Davíð Kjartansson, Atli Jóhann Leósson og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband