25.10.2013 | 12:29
Hrađkvöld hjá GM Helli mánudaginn 28. október.
Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 28. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
24.10.2013 | 16:01
Mikhael međ fullt hús á ćfingu
Mikhael Kravchuk sigrađi á barna- og unglingaćfingu hjá Skákfélaginu GM Helli sem fram fór 21. október sl. Mikhael fékk 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Óskar Víkingur Davíđsson međ 4v. Nćstir komu međ 3v Alec Elías Sigurđarson og Halldór Atli Kristjánsson en eftir tvöfaldan stigaútreikning náđi Alec Elías ţriđja sćtinu.
Ađ ţessu sinni tóku ţátt í ćfingunni: Mikhael Kravchuk, Óskar Víkingur Davíđsson, Alec Elías Sigurđarson, Halldór Atli Kristjánsson, Róbert Lu, Egill Úlfarsson, Stefán Orri Davíđsson, Brynjar Haraldsson, Ívar Andri Hannesson og Adam Ómarsson.
Nćsta mánudaginn 28. október kl. 16.30 hefst svo Unglingameistaramót GM Helli á suđursvćđi. Ţá verđa tefldar 4 umferđir og mótinu fram haldiđ ţriđjudaginn 29. október kl. 16.30 ţegar síđustu ţrjár umferđirnar verđa tefldar. Teflt er í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengiđ inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á ţriđju hćđ.
Dćma- og verkefnatíma fyrir félagsmenn eru ađ hefjast og verđa fyrstu tímarnir nćsta laugardag en laugardagarnir verđa ađaltímarnir fyrir ţessa dćmavinnu.
24.10.2013 | 00:40
Vigfús sigrađi á hrađkvöldi
Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi á hrađkvöldi GM Hellis sem haldiđ var 21. október sl. Vigfús fékk átta vinninga af níu mögulegum og var ţađ Dawid Kolka sem lagđi hann ađ velli í lokaumferđinni. Vigfús var svo einnig hćtt kominn í nćst síđustu umferđ á móti Magnúsi Matthíassyni ţar sem glöggir menn töldu ađ hann hefđi a.m.k. leikiđ einum ólöglegum leik í tímahraksbarningnum í lokin. Dawid lét hins vegar slíkar kúnstir ekki fram hjá sér fara. Í öđru sćti varđ svo Elsa María Kristínardóttir međ 7v og ţriđja sćtinu náđi svo Dawid Kolka međ 5,5v eins og Magnús Matthíasson en Dawid var hćrri á stigum. Í ţetta sinna var ţađ tölvan sem dró í happdrćttinu og upp kom talan 7 sem ţýddi sjöunda sćtiđ sem Gunnar Nikulásson skipađi og fćr hann ţví gjafamiđa á Saffran eins og Vigfús.
Nćsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis verđur mánudaginn 28. okóber kl. 20. Ţá verđur einnig hrađkvöld.
Lokastađan á hrađkvöldinu:
Röđ | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
1 | Vigfús Óđinn Vigfússon | 8 | 31,5 | 0 | 8 |
2 | Elsa María Krístinardóttir | 7 | 25,5 | 0 | 7 |
3 | Dawid Kolka | 5,5 | 19,5 | 0 | 5 |
4 | Magnús Matthíasson | 5,5 | 17,5 | 0 | 5 |
5 | Felix Steinţórsson | 5 | 17,5 | 0 | 5 |
6 | Ólafur Guđmarsson | 5 | 14,5 | 0 | 4 |
7 | Gunnar Nikulásson | 4,5 | 15,8 | 0 | 4 |
8 | Óskar Víkingur Davíđsson | 2,5 | 4,25 | 0 | 2 |
9 | Björgvin Kristbergsson | 2 | 5 | 0 | 2 |
10 | Stefán Orri Davíđsson | 0 | 0 | 0 | 0 |
Hrađkvöld Hellis | Breytt 27.10.2013 kl. 18:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2013 | 00:10
Unglingameistaramót GM Hellis, suđursvćđi
Unglingameistaramót GM Hellis 2013, suđursvćđi hefst mánudaginn 28. október n.k. kl. 16.30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 29. október n.k. kl. 16.30. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verđa fjórar skákir og ţrjár ţann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótiđ er opiđ öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur ađeins félagsmađur í GM Helli unniđ. Á međan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaćfingar niđur. Nćsta barna- og unglingaćfing eftir unglingameistaramótiđ verđur mánudaginn 4. nóvember n.k. Keppnisstađur er Álfabakki 14a (inngangur viđ hliđana á Subway) og er salur félagsins á ţriđju hćđ. Engin ţátttökugjöld.
Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin. Allir ţátttakendur fá skákbók.
Umferđatafla:
1.-4. umferđ: Mánudaginn 28. október kl. 16.30
5.-7. umferđ: Ţriđjudaginn 29. október kl. 16.30
Verđlaun:
- 1. Unglingameistari GM Hellis suđursvćđi fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
- 2. Ţrír efstu fá verđlaunagripi til eignar.
- 3. Allir keppendur fá skákbók.
- 4. Ţrír efstu 12 ára og yngri fá verđlaunapening.
- 5. Stúlknameistari GM Hellis suđursvćđi fćr verlaunagrip til eignar.
Unglingastarfsemi | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2013 | 23:46
Íslandsmót skákfélaga - Pistlar liđsstjóra GM-Hellis
GM-Hellir tefldi fram ţremur liđum í 4. deildinni; G-liđi og svo Unglingaliđi A og B. G-liđiđ átti erfitt uppdráttar til ađ byrja međ og tapađi stórt fyrir B-liđi Reykjanesbćjar ˝-5˝. G-liđiđ tapađi einnig stórt fyrir TR-unglingasveit B í annarri umferđ. G-liđiđ fékk svo okkar eigin unglingasveit B í ţriđju umferđ og vann örugglega 5˝-˝ og vann svo 6-0 sigur á B-sveit skákdeildar Hauka. Stađa G-liđsins í 4. deildinni er ágćt. Liđiđ er í 9. sćti međ 4 punkta og 13 vinninga en mun líklega ekki blanda sér í toppbaráttuna ađ ţessu sinni. Óskar Víkingur Davíđsson stóđ sig best í G-liđinu og fékk 2˝ vinning úr ţremur skákum.
Unglingaliđ A tapađi fyrir B-sveit Vinaskákfélagsins í 1. umferđ 1˝-4˝. Gerđi svo jafntefli viđ Skákdeild Hauka-B í annarri umferđ. Liđiđ tapađi 0-6 fyrir D-liđi Víkingaklúbbsins í 3. umferđ og mćtti svo hinu unglingaliđinu okkar í 4. umferđ og vann nauman sigur 3˝-2˝. Liđiđ er í 12. sćti međ 8 vinninga. Brynjar Haraldsson náđi tveim vinningum úr 4 skákum og Sindri Snćr Kristófersson fékk 1˝ vinning.
Unglingasveitir GM-Hellis, A og B mćttust í 4. umferđ.
Unglingaliđ-B var eingöngu skipađ unglingum úr Ţingeyjarsýslu og var ţetta í fyrsta sinn sem liđsmenn sveitarinnar taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga. Fyrir fram var ekki búist viđ stórum afrekum hjá liđinu en ţađ var ţó ekki núllađ út í neinni viđureign. Liđiđ náđi hálfum vinningi gegn Mosfellsbć í 1. umferđ og í annarri umferđ náđist einn vinningur gegn B-liđi SSON, ţar sem Bjarni Jón Kristjánsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur á fyrsta borđi međ glćsilegum hćtti. Unglingaliđiđ náđi svo ˝ vinningi gegn G-liđinu okkar og 2˝ vinningi gegn unglingaliđi A, eins og áđur segir. Liđiđ er sem stendur neđst í 4. deildinni međ 4˝ vinning. Eyţór Kári Ingólfsson fékk 1˝ vinning og ţeir Bjarni Jón og Helgi James Ţórarinsson fengu einn vinning hvor.
Vigfús Vigfússon Omar Salama yfirmótsstjóri og Viđar Njáll Hákonarson.
Nokkrir eftirmálar urđu af fyrri hluta Íslandsmótsins, sem ekki sér fyrir endan á, ţví alls bárust okkur 11 kćrur vegna meintrar ólöglegrar uppstillingar á sameiginlegu liđi GM-Hellis. Mótsstjórn ÍS vísađi ţeim öllum frá í vikunni en ţremur ţeirra var vísađ til dómstóls Skáksambandssins.
Ţegar ţetta er skrifađ hefur dómstóll SÍ ekki skilađ af sér niđurstöđu. Niđurstöđu er ađ vćnta á nćstu dögum.
Formađur og varaformađur GM-Hellis ţakkar öllum ţeim skákmönnum sem tefldu fyrir GM-Helli í fyrri hluta Íslandsmótsins kćrlega fyrir og vonast eftir ţví ađ sjá ţá alla í seinni hlutanum í Hörpu.
Skák | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2013 | 16:49
Hrađkvöld hjá GM Helli mánudaginn 21. október
15.10.2013 | 10:16
Dawid og Róbert efstir á GM-Hellisćfingu
Unglingastarfsemi | Breytt 24.10.2013 kl. 00:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2013 | 02:31
Mikhael efstur á ćfingu
Unglingastarfsemi | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2013 | 19:01
Gođinn-Mátar og Hellir sameinast
Félagiđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2013 | 15:34
Atkvöld hjá GM Helli mánudaginn 7. október nk.
Atkvöld | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Barna- og unglingastarf
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Skák.is Chess News
- Skáksamband Íslands The Chess Federation of Iceland
- Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur
- Skákhornið Icelandic Chess Discussion Board
- Skákvörur Skádćmi, ţrautir og verkefni
- Skákfélag fjölskyldunnar Skákfélag fjölskyldunnar
- Krakkaskák Kennsluvefur fyrir krakka
Mót 2012
- Meistaramót Hellis 2012 Meistaramót Hellis 2012
- Íslandsmót unglingasveita 2012 Íslandsmót unglingasveita 2012
Eldri mót
- Hraðskákmót Hellis 2011 Hrađskákmót Hellis 2011
- Meistaramót Hellis 2011 Meistaramót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2011 Stigamót Hellis 2011
- Stigamót Hellis 2010 Stigamót Hellis 2010
- Hraðskákmót Hellis 2010 Hrađskákmót Hellis 2010
- Meistaramót Hellis 2010 Meistaramót Hellis 2010
- Unglingameistaramót Hellis 2009 Unglingameistaramót Hellis 2009
- Mjóddarmót Hellis 2009 Mjóddarmót Hellis 2009
- Meistaramót Hellis 2008 Meistaramót Hellis 2008
- Hellir Youth 2008 Hellir Youth 2008
- Hellir Youth Tournament III 2008 Hellir Youth Tournament III 2008
- Fiskimót 2008 Fiskimót 2008
- Stigamót Hellis 2008 Stigamót Hellis 2008
- Helgarskákmót Hellis og TR 2008 Helgarskákmót Hellis og TR 2008
- Meistaramót Hellis 2007 Meistaramót Hellis 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar