Hraðskákmót Hellis fer fram mánudaginn 19. ágúst

Hraðskákmót Hellis verður haldið mánudaginn 19. ágúst nk. og hefst það kl. 20.00. Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a. Stefnt er að því að reikna mótið til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu er kr. 20.000.  Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.  Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Davíð Ólafsson. Þetta er í átjánda sinn sem mótið fer fram.  Björn Þorfinnsson og Davíð Ólafsson hafa hampað titlinum oftast eða fjórum sinnum.

Verðlaun skiptast svo:

  1. 10.000 kr.
  2. 6.000 kr.
  3. 4.000 kr.

Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Helli eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra. Hraðskákmeistarar Hellis:

  • 1995: Davíð Ólafsson
  • 1996: Andri Áss Grétarsson
  • 1997: Hannes Hlífar Stefánsson
  • 1998: Bragi Þorfinnsson
  • 1999: Davíð Ólafsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
  • 2000: Bragi Þorfinnsson
  • 2001: Helgi Áss Grétarsson
  • 2002: Björn Þorfinnsson
  • 2003: Björn Þorfinnsson
  • 2004: Sigurbjörn J. Björnsson
  • 2005: Sigurður Daði Sigfússon
  • 2006: Hrannar Baldursson
  • 2007: Björn Þorfinnsson (Jón Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu)
  • 2008: Gunnar Björnsson
  • 2009: Davíð Ólafsson
  • 2010: Björn Þorfinnsson
  • 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2012: Davíð Ólafsson

 


Borgarskákmótið fer fram á þriðjudag

Borgarskákmótið fer fram þriðjudaginn 13. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, setur mótið og leikur fyrsta leikinn.  Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning fer fram hér á Skák.is


Einnig er hægt að skrá sig í í síma 866 0116 Vigfús og 899 9268 (Björn). Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þetta er í 27. sinn sem mótið fer fram og er þetta iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigraði Sigurbjörn Björnsson sem tefldi fyrir Verkís.

Verðlaun:

  1. 15.000 kr.
  2. 10.000 kr.
  3. 5.000 kr.

Skákir Stigamóts Hellis 2012

Hér eru komnar skákir frá Stigamóti Hellis 2012. Það var Paul Frigge sem sló skákirnar inn. Fleiri skákir frá Hellismótum eru væntanlegar og verða þær vistaðar undir liðnum skákir og því auðvelt að nálgast þær með því að velja liðinn ,,skákir" undir færsluflokkum til vinstri á Hellissíðunni. T.d. er stutt í að búið verði að slá inn skákir Stigmóts Hellis 2013

Hraðskákkeppni taflfélaga - fyrsta umferð

Búið er að draga í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga.

Fyrstu umferð á samkvæmt reglum keppninnar að vera lokið eigi síðar en 20. ágúst

Röðun 1. umferðar (16 liða úrslita) - heimaliðið nefnt fyrst

Það er Taflfélagið Hellir sem stendur fyrir keppninni sem nú fer fram í nítjánda sinn.

Úrslit verða uppfærð jafnóðum og þau berast.


Meistaramót Hellis hefst mánudaginn 26. ágúst

Meistaramót Hellis 2013 hefst mánudaginn 26. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 9. september.   Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði.  Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótið er öllum opið og er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.  Skráning verður hér á heimasíðu Hellis og fer í gang fljótlega eftir verslunarmannahelgi.  

Teflt er á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.

Aðalverðlaun:

  1. 40.000
  2. 30.000
  3. 20.000

Upplýsingar um aukaverðlaun koma síðar.

Þátttökugjöld:

  • Félagsmenn kr. 3.000; aðrir 4.000-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Aðrir 3.000.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótið


Umferðartafla: 

  • 1. umferð, mánudaginn, 26. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferð, þriðjudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferð, miðvikudaginn, 28. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferð, mánudaginn, 2. september, kl. 19:30
  • 5. umferð, þriðjudaginn, 3. september, ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferð, miðvikudaginn, 4. september, kl. 19:30
  • 7. umferð, mánudagur, 9. september, kl. 19:30

Borgarskákmótið verður haldið þriðjudaginn 13. ágúst

Borgarskákmótið fer fram þriðjudaginn 13. ágúst , og hefst það kl. 16:00 . Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má...

Hraðskákkeppni taflfélaga - dagskrá og reglur

Hraðskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvæmt nú eftir verslunarmannahelgi. Þetta er í nítjánda sinn sem keppnin fer fram en Víkingaklúbburinn er núverandi meistari. Í fyrra og hitteðfyrra tóku 18 lið í keppninni sem er met. Íslensk skákfélög eru hvótt...

Gámaþjónustan sem Daði Ómarsson tefldi fyrir sigraði á Mjóddarmóti Hellis

Daði Ómarsson sem tefldi fyrir Gámaþjónustuna, sigraði örugglega með 6,5v vinninga í sjö skákum á vel sóttu Mjóddarmóti Hellis sem fram fór 29. júní sl. Í 2. sæti, með 5,5 vinning, varð Tómas Björnsson (Talnakönnun) en hann var sá eini sem náði jafntefli...

Mjóddarmót Hellis fer fram nk. laugardag 29. júní

Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 29. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði. Á síðasta ári sigraði Hjá Dóra ehf en fyrir þá tefldi Davíð Kjartansson. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna...

Sævar Bjarnason sigraði á hraðkvöldi

Sævar Bjarnason sigraði með 6,5v í sjö skákum á hraðkvöldi Hellis sem fram fór 24. júní. Sævar gerði jafntefli við Gunnar Örn Haraldsson í næst síðustu umferð en vann alla aðra andstæðinga sína. Annar varð Vigfús Ó. Vigfússon með 6v en hann tapaði fyrir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband