Færsluflokkur: Skák

Sigurbjörn með AM áfanga eftir jafntefli við Dreev

Sigurbjörn Björnsson (2349) náði öruggu jafntefli gegn Alexei Dreev (2711) með svörtu í lokaumferð EM taflfélaga sem fram fór í dag. Með jafntefli tryggði Sigurbjörn sér sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en hann hlaut 4 vinninga í sjö...

Hellir mætir ofursveit í lokaumferðinni í beinni.

Enn mæta íslensku sveitirnir ofursveitum á EM taflfélaga. Í sjöundu og síðustu umferð sem fram fer á morgun og hefst kl. 13 teflir Hellir við rússnesku sveitina Ugra (O=2690) sem er sú sjötta sterkasta á staðnum með sjálfan Alexei Dreev (2711) á fjórða...

Hellismenn með góðan sigur í 6. umferð

Hellismenn unnu góðan 4-2 sigur á bosnískri sveit. Hjörvar Steinn Grétarsson (2442), Sigurbjörn Björnsson (2349) og Bjarni Jens Kristinsson (2033) unnu en Björn Þorfinnsson (2412) og Róbert Lagerman (2325) gerðu jafntefli. Bolvíkingar töpuðu 0-6 fyrir...

Bolvíkingar mæta ofursveit í beinni útsendingu á morgun

Taflfélag Bolungarvíkur mætir sannkallaðri ofursveit í sjöttu og næstsíðustu umferð EM taflfélaga sem fram fer á morgun en þá tefla þeir við rússnesku sveitina SHSM-64 (O:2714) sem er sú næststerkasta með sjálfan Gelfand (2746) á fyrsta borði. Hellismenn...

Jafntefli í fimmtu umferð

Hellismenn gerðu 3-3 jafntefli við þýsku sveitina KSK Rochade Eupen-Kelmis. Sigurbjörn Björnsson og Bjarni Jens Kristinsson unnu en Hjörvar Steinn Grétarsson og Róbert Lagerman gerðu jafntefli. Bolvíkingar hafa 7 stig og 17 vinninga en Hellismenn hafa 6...

Hellismenn unnu hollensku sveitina Accres Apeldorn 4-2

Sveitir TB og Hellis unnu báðar 4-2 í 4. umferð EM taflfélaga sem fram fór í Rogaska Slatina í Slóveníu í dag. Það er merkilegt að það hefur farið nákvæmlega eins hjá báðum sveitum í öllum umferðum hingað til. Sveitirnar eru hnífjafnar í 21.-22. sæti með...

EM taflfélaga: Hollendingar í fjórðu umferð.

Hellismenn mæta hollensku sveitinni Accres Apeldorn (O=2339) í fjórðu umferð EM taflfélaga sem fram fer á morgun. Hellir er rétt fyrir neðan miðju mótsins með 3 stig og 8 vinninga. Lið Appeldorn: Bo. Name IRtg FED 1 IM Pruijssers Roeland 2475 NED 2 IM...

Hellir og Bolunarvík gerðu jafntefli,

Það fór svo að viðureign Hellis og Bolvíkinga lauk með 3-3 jafntefli í dag. Hjá Helli unnu Hjörvar Steinn Grétarsson og Róbert Lagerman þá Jón Viktor Gunnarsson og Dag Arngrímsson en hjá Bolvíkingum unnu þeir Þröstur Þórhallsson og Guðmundur Gíslason þá...

Örn Stefánsson sigraði á hraðkvöldi

Örn Stefánsson og Vigfús Ó. Vigfússon enduðu efstir og jafnir með 5,5v í sjö skákum á jöfnu og spennandi hraðkvöldi Hellis sem haldið var 26. september. Eftir stigaútreikning var Örn úrskurðaður sigurvegari og í fyrsta skipti sem hann nær þessum áfanga á...

Íslensk viðureign í Slóveníu á morgun

Íslensku liðin Taflfélag Bolungarvíkur og Taflfélagið Hellir munu mætast í 3. umferð EM taflfélaga sem fram fer á morgun. Þar á meðal mætast bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir á öðru borði. Skákirnar eru ekki sýndar beint en hægt verður á morgun að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband