Hellismenn unnu Goðann í hörku viðureign

Hraðskákmeistararnir í Taflfélaginu Helli unnu Skákfélagið Goðann í spennandi viðureign í síðustu viðureign átta liða úrslita sem fram fór í gær.  Teflt var heimastöðvum Goðans, á stór-Reykjarvíkursvæðinu, heimili Jóns Þorvaldssonar og óhætt er að segja að sjaldan hafi jafn vel verið tekið á móti gestum í þessari keppni.  Keppnin var jöfn frá upphafi og eftir 4 umferðir var hnífjangt.  Hellismenn unnu svo 4,5-1,5 í fimmtu en Goðmenn svöruðu fyrir með 5-1 sigri í sjöttu umferð og leiddu því í hálfleik, 18,5-17,5.  Í síðari hlutanum hrukku hins vegar Hellismenn í gang og unnu 5 af 6 umferðum, samtals 22,5-13,5 og samtals því 40-32. 

Hjörvar fór mjög mikinn fyrir Helli og hlaut 11 vinninga í 12 IMG 1255 skákum.  Skor Goðamanna var hins vegar mun jafnara en þar fékk Sigurður Daði Sigfússon flesta vinninga eða 6,5 vinning.

Árangur einstakra liðsmanna:

Goðinn (allir tefldu 12 skákir):

  • Sigurður Daði Sigfússon 6,5 v.
  • Einar Hjalti Jensson 6 v.
  • Ásgeir Ásbjörnsson 5,5 v.
  • Tómas Björnsson 5,5 v.
  • Þröstur Árnason 5 v.
  • Hlíðar Þór Hreinsson 3,5 v.

Hellir

  • Hjörvar Steinn Grétarsson 11 v. af 12
  • Björn Þorfinnsson 8,5 v. af 12
  • Davíð Ólafsson 7,5 v. af 12
  • Rúnar Berg 5 v. af 8
  • Sigurbjörn Björnsson 5 v. af 11
  • Gunnar Björnsson 2 v. af 9
  • Helgi Brynjarsson 1 v. af 7
  • Vigfús Ó. Vigfússon 0 v. af 1

Að lokinni umferð dró gestgjafinn, Jón Þorvaldsson, um hverjir mætast í undanúslitum.  Þá mætast:

  • Taflfélag Bolungarvíkur - Taflfélag Reykjavíkur
  • Víkingaklúbburinn - Taflfélagið Hellir

Stefnt er því að klára undanúrslitin eigi síðar en 5. september en það gæti frestast eitthvað vegna Meistaramóts Hellis sem stendur til 7. september.

Myndir frá viðureigninni eru frá Vigfús Ó. Vigfússyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 83176

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótið í netskák 2013

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband