Hrađkvöld hjá GM Helli mánudaginn 28. október.

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 28. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Mikhael međ fullt hús á ćfingu

Mikhael Kravchuk sigrađi á barna- og unglingaćfingu hjá Skákfélaginu GM Helli sem fram fór 21. október sl. Mikhael fékk 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Óskar Víkingur Davíđsson međ 4v. Nćstir komu međ 3v Alec Elías Sigurđarson og Halldór Atli Kristjánsson en eftir tvöfaldan stigaútreikning náđi Alec Elías ţriđja sćtinu.

Ađ ţessu sinni tóku ţátt í ćfingunni: Mikhael Kravchuk, Óskar Víkingur Davíđsson, Alec Elías Sigurđarson, Halldór Atli Kristjánsson, Róbert Lu, Egill Úlfarsson, Stefán Orri Davíđsson, Brynjar Haraldsson, Ívar Andri Hannesson og Adam Ómarsson.

Nćsta mánudaginn 28. október kl. 16.30 hefst svo Unglingameistaramót GM Helli á suđursvćđi. Ţá verđa tefldar 4 umferđir og mótinu fram haldiđ ţriđjudaginn 29. október kl. 16.30 ţegar síđustu ţrjár umferđirnar verđa tefldar. Teflt er í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengiđ inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á ţriđju hćđ.

Dćma- og verkefnatíma fyrir félagsmenn eru ađ hefjast og verđa fyrstu tímarnir nćsta laugardag en laugardagarnir verđa ađaltímarnir fyrir ţessa dćmavinnu.


Vigfús sigrađi á hrađkvöldi

Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi á hrađkvöldi GM Hellis sem haldiđ var 21. október sl. Vigfús fékk átta vinninga af níu mögulegum og var ţađ Dawid Kolka sem lagđi hann ađ velli í lokaumferđinni. Vigfús var svo einnig hćtt kominn í nćst síđustu umferđ á móti Magnúsi Matthíassyni ţar sem glöggir menn töldu ađ hann hefđi a.m.k. leikiđ einum ólöglegum leik í tímahraksbarningnum í lokin. Dawid lét hins vegar slíkar kúnstir ekki fram hjá sér fara.  Í öđru sćti varđ svo Elsa María Kristínardóttir međ 7v og ţriđja sćtinu náđi svo Dawid Kolka međ 5,5v eins og Magnús Matthíasson en Dawid var hćrri á stigum. Í ţetta sinna var ţađ tölvan sem dró í happdrćttinu og upp kom talan 7 sem ţýddi sjöunda sćtiđ sem Gunnar Nikulásson skipađi og fćr hann ţví gjafamiđa á Saffran eins og Vigfús.

Nćsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis verđur mánudaginn 28. okóber kl. 20. Ţá verđur einnig hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

RöđNafnVinn.TB1TB2TB3
1Vigfús Óđinn Vigfússon  831,508
2Elsa María Krístinardóttir 725,507
3Dawid Kolka5,519,505
4Magnús Matthíasson5,517,505
5Felix Steinţórsson517,505
6Ólafur Guđmarsson514,504
7Gunnar Nikulásson4,515,804
8Óskar Víkingur Davíđsson2,54,2502
9Björgvin Kristbergsson2502
10Stefán Orri Davíđsson0000

Unglingameistaramót GM Hellis, suđursvćđi

Unglingameistaramót GM Hellis 2013, suđursvćđi hefst mánudaginn 28. október n.k. kl. 16.30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 29. október n.k. kl. 16.30.  Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verđa fjórar skákir og ţrjár ţann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótiđ er opiđ öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur ađeins félagsmađur í GM Helli unniđ. Á međan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaćfingar niđur. Nćsta barna- og unglingaćfing eftir unglingameistaramótiđ verđur mánudaginn 4. nóvember n.k.  Keppnisstađur er Álfabakki 14a (inngangur viđ hliđana á Subway) og er salur félagsins á ţriđju hćđ. Engin ţátttökugjöld.

Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin. Allir ţátttakendur fá skákbók.

Umferđatafla:

1.-4. umferđ:                Mánudaginn 28. október kl. 16.30

5.-7. umferđ:                Ţriđjudaginn 29. október kl. 16.30

Verđlaun:

  • 1. Unglingameistari GM Hellis suđursvćđi fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
  • 2. Ţrír efstu fá verđlaunagripi til eignar.
  • 3. Allir keppendur fá skákbók.
  • 4. Ţrír efstu 12 ára og yngri fá verđlaunapening.
  • 5. Stúlknameistari GM Hellis suđursvćđi fćr verlaunagrip til eignar.

Íslandsmót skákfélaga - Pistlar liđsstjóra GM-Hellis

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram um nýliđna helgi. Hiđ ný sameinađa félag Skákfélagiđ GM-Hellir tefldi fram 9 keppnisliđum í mótinu, tveimur í 1. deild, einu í 2. deild og svo ţremur liđum í 3 og 4. deild. Yfirliđsstjórn var í öruggum höndum ţeirra Jóns Ţorvaldssonar, Vigfúsar Vigfússonar og Hermanns Ađalsteinssonar og gekk öll skipulagning vel. Hér fyrir neđan eru birtir pistlar um mótiđ og skrifar Magnús Teitsson um 1 deild. Vigfús Vigfússon skrifar um 3. deildina og Hermann Ađalsteinsson skrifar pistil um 2. deild og 4. deild.
2009 07 15 15.37.45  
Stórmeistararnir Gawain Maroroa Jones, Robin Van Kampen og Ţröstur Ţórhallsson leiddu A-sveit GM-Hellis. 
Ađ kvöldi fimmtudagsins 10. október fór Íslandsmót taflfélaga af stađ međ nýju sniđi, tíu liđum í efstu deild. GM Hellir tefldi fram tveimur sveitum og mćttust ţćr í fyrstu umferđ til ađ koma öllu samráđi og hagsmunamiđuđum tilfćrslum frá sem fyrst. Sem fyrr leiddi hinn geđţekki og nú nýgifti breski ofurstórmeistari Gawain Maroroa Jones A-sveitina og betri helmingurinn, Sue Maroroa Jones, styrkti B-sveitina. Gawain á hćgri hönd var stórefnilegur prýđispiltur frá Hollandi, hinn tćplega nítján ára gamli Robin van Kampen. Úrslit í ţessari viđureign voru ađ mestu leyti eftir bókinni; A-sveitin hafđi sigur á öllum borđum nema ţví fimmta, ţar sem hinn ólseigi Arngrímur Gunnhallsson náđi jafntefli gegn Lenku Ptácníkovu í grimmúđlegri viđureign. Vert er líka ađ nefna viđureignina á áttunda borđi, ţar sem sóknarskákmennirnir Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Björn Ţorsteinsson skiptust á sverđhöggum, en ţar hafđi reynslan sigur ađ ţessu sinni eftir snarpa rimmu.
2009 07 15 15.37.31  
                 GM-Hellir -B 
Framvarđarsveit TR tuktađi hins vegar eigiđ B-liđ međ sama mun, og Bolvíkingar buđu Vinaskákfélagiđ velkomiđ í efstu deild međ álíka skriđtćklingu, ţannig ađ ţrjú liđ sátu á toppnum eftir fyrstu umferđ. Nćstir komu Vestmannaeyingar međ sex punkta úr greipum Fjölnis og síđan Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins, sem höfđu unniđ Skákfélag Akureyrar međ fimm og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum.
Í annarri umferđ bćttust neđri deildirnar í hópinn og var öllu kunnuglegri bragur á ţví ađ tefla í stóra salnum í Rimaskóla en ekki hliđarsalnum frá ţví kvöldiđ áđur, ţar sem fótboltalandsleik Íslands og Kýpur var varpađ á vegg í stađinn. A-sveitin gekk á undan međ góđu fordćmi og vann afbragđs sigur á Taflfélagi Bolungarvíkur, fimm og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum. B-sveitin mćtti Taflfélagi Vestmannaeyja og átti undir högg ađ sćkja. Pálmi Pétursson vann hins vegar ágćtan sigur á Sigurbirni Björnssyni, bóksalanum öfluga, og Hrannar Arnarsson hélt jöfnu gegn Ţorsteini Ţorsteinssyni. Á efsta borđi stóđ Lenka lengi vel til vinnings gegn hinum ţrautreynda litháíska ofurstórmeistara Eduardas Rozentalis en hafđi ađ lokum ekki erindi sem erfiđi. Einn og hálfur vinningur var hins vegar viđunandi úrslit gegn sveit sem státađi af fjórum stórmeisturum og ţremur FIDE-meisturum. Ađ umferđinni lokinni var A-sveitin á toppi deildarinnar međ 13 vinninga en TV hálfum vinningi á eftir. B-sveitin var hins vegar á botninum međ tvo vinninga eftir erfiđa byrjun.
Morgunstund gaf gull í mund á löngum laugardegi ţegar A-sveitin vann 7-1 sigur á B-sveit Taflfélags Reykjavíkur, sem var svipuđ úrslit og viđ var ađ búast miđađ viđ styrkleika. B-sveitin dró ţrjá vinninga í hús gegn Fjölni, en áhugavert er ađ bera saman samsetningu sveitanna í ţessari viđureign. Heil 678 Elo-stig skildu ađ efsta og neđsta borđ Fjölnis, međan ađeins 191 stig var á milli sömu borđa hjá jafnari sveit okkar fólks. Enda fór svo ađ neđstu borđin reyndust happadrýgst og Mátarnir Jón Árni Jónsson og fyrrnefndur Arngrímur hirtu heila punkta. Á međan hrökk Víkingavélin í gang og flengdi Vinaskákfélagiđ 8-0, Skákfélag Akureyrar vann óvćntan 5-3 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur og Eyjamenn höfđu Bola undir međ minnsta mun. Okkar menn í A-sveitinni voru enn efstir en Víkingar einum og hálfum vinningi á eftir. B-sveitin var hins vegar í botnkrađaki međ Vinaskákfélaginu og TR-b.
2009-07-15 23.02.43 (600x800)  
                Gunnar Björnsson var á 1. borđi í C-sveit GM-Hellis.
Eftir síestuna settist A-liđiđ niđur gegnt Íslandsmeisturunum í Víkingaklúbbnum og upphófst hörđ rimma sem lauk međ minnsta mögulega tapi. Sömu punktatölu náđi B-liđiđ gegn Akureyringum í heldur friđsamlegri viđureign ţar sem Baldur Kristinsson hafđi betur gegn skákfrömuđinum valinkunna Stefáni Bergssyni, en hvorug úrslitin voru fjarri ţví sem búast mátti viđ fyrir fram. Vestmannaeyingar stukku í toppsćtiđ međ ţví ađ kjöldraga B-liđ TR 7˝-˝ en A-liđ TR lék Vinaskákfélagiđ jafn grátt. Bolvíkingar unnu síđan Fjölnismenn 5˝-2˝. Enn var allt í járnum á toppnum, viđ vinningi á eftir Eyjamönnum og Víkingar andandi ofan í hálsmáliđ á okkur hálfum vinningi neđar. Allt var hins vegar í framför í fallbaráttunni og bil ađ myndast á milli B-sveitarinnar annars vegar og Vina og TR-b hins vegar.
Á sunnudag mćtti A-liđ GM Hellis stórveldinu TR og marđi minnsta mögulega sigur međ góđum sigrum hjá van Kampen og Sigurđi Dađa. B-sveitin hafđi ţrjá vinninga af Bolvíkingum, ţar sem Baldur Kristinsson vann aftur, nú gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni. Björn Ţorsteinsson og Jón L. Árnason sćttust á skiptan hlut, svo og Tómas Björnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Einnig skildu Kristján Eđvarđsson og Bragi Ţorfinnsson jafnir en á efsta borđinu mátti Magnús Teitsson játa sig sigrađan eftir tímahraksbarning gegn Jóhanni Hjartarsyni. Enn ein frambćrileg úrslit hjá varaliđinu. Í fréttum var ţađ annars helst ţann dag ađ Víkingar og Eyjamenn skildu jafnir í ţungavigtarslag, Akureyringar unnu Vinaskákfélagiđ 7-1 og Fjölnir sigrađi TR-b međ 6˝ vinningi gegn 1˝.
2009 07 15 21.18.20  
              A-sveit GM-Hellis gegn Víkingaklúbbnum. 
Ađ fimm umferđum loknum af níu er baráttan á toppnum ćsispennandi. Taflfélag Vestmannaeyja hefur sýnt mikinn stöđugleika og er efst međ 28˝ vinning en A-sveit GM Hellis er ađeins hálfum vinningi ţar á eftir. Víkingaklúbburinn kemur síđan nćstur međ 27 vinninga og virđist eiga léttari andstćđinga eftir, ţannig ađ óráđlegt kann ađ vera ađ veđja á ađ nýir Íslandsmeistarar verđi krýndir í vor. TR, TB og SA eru heldur ekki víđs fjarri en ţurfa ađ gefa í til ađ komast í verđlaunasćti. Fjölnismenn úr Grafarvogi eru í einskismannslandi deildarinnar en B-sveit GM Hellis stendur vel ađ vígi til ađ bjarga sér frá falli nema Vinaskákfélagiđ og TR-b komi á óvart í síđari fjórum umferđunum í febrúarlok.
Gawain Jones sýndi enn og aftur hvílík mulningsvél hann er í ţessari keppni, enda kann hann hvergi betur viđ sig en á Íslandi. Frammistađa upp á 2.796 stig og 4˝ vinningar er ógnvekjandi árangur. Ţá var Robin van Kampen fjalltraustur međ fjóra vinninga. Árangur Einars Hjalta Jenssonar er einstaklega eftirtektarverđur, en hann tefldi eins og 2.559 stiga mađur og leyfđi ađeins eitt jafntefli. Slík grimmd er til fyrirmyndar og sýnir hversu nautsterkur skákmađur Einar Hjalti er orđinn. Einnig átti Sigurđur Dađi stórgóđa helgi og Kristján Eđvarđsson var afar stöđugur ţrátt fyrir brokk milli A- og B-liđa. Félagsmenn GM Hellis geta veriđ hćstánćgđir međ gengi liđanna tveggja í efstu deild en mörg stig eru enn eftir í pottinum og baráttan verđur enn meira spennandi í vor. 
2009 07 15 15.37.14  
             D-sveit GM-Hellis.
2. deild
Ţar sem Gođinn-Mátar og Hellir áttu samtals ţrjú liđ í 1. deildinni fyrir sameiningu og reglur leyfa ekki ţrjú liđ frá sama félagi í efstu deild varđ ţađ hlutskipti C-liđs GM-Hellis ađ tefla í 2. deildinni og tók Vinaskákfélagiđ laust sćti í 1. deild í stađinn. C-liđiđ tapađi 2-4 fyrir TV-B í 1. umferđ og tapađi síđan stórt fyrir B-sveit Víkingaklúbbsins, ˝-5˝, í annarri umferđ. Liđiđ fékk 1˝ vinning gegn Skákfélagi Íslands í 3. umferđ en náđi jafntefli gegn Haukum í 4. umferđ, 3-3. 

C-liđ GM-Hellis er í neđsta sćti í 2. deildinni međ 7 vinninga og ţarf ađ ná hagstćđum úrslitum í seinni hlutanum til ţess ađ falla ekki um deild. Vigfús Vigfússon og Arnaldur Loftsson náđu bestum árangri ţeirra sem tefldu í C-liđinu og uppskáru 2˝ vinning hvor fyrir C-liđiđ 
3. deild.
Skákfélagiđ GM Hellir var međ ţrjár sveitir í 3. deild ađ ţessu sinni sem fengu heitin D, E og F. Viđ veltum ţví mikiđ fyrir okkur ađ senda sterka unglingasveit til leiks sem ţeir Hilmir Freyr, Dawid, Felix, Heimir Páll, Óskar Víkingur og Alec Elías hefđu skipađ. Sú sveit hefđi teflt í fjórđu deildinni en viđ hćttum viđ ţađ ţegar í ljós kom ađ F-sveitin í 3. deild hefđi veriđ mun veikari en ţessi unglingasveit og E-sveitin hefđi veriđ sambćrileg og ţessi unglingasveit ađ styrkleika. Einnig hafđi ţađ áhrif ađ í 3. deildinni voru flestar sveitir vel skipađar enda búiđ ađ fćkka í deildinni um tvćr sveitir frá árinu áđur, ţannig ađ hana skipuđu 14 sveitir. Ţessir yngri félagsmenn fengju ţá tćkifćri til ađ tefla viđ sterka og reynda skákmenn í hverri viđureign.
2009 07 15 15.36.57  
             GM-Hellir E-sveit 
Ţessi ákvörđun átti eftir ađ borga sig ţví ţeir unglingar sem tefldu fyrir sveitirnar í 3. deild höluđu inn marga vinninga og eiga sinn ţátt í ađ stađa sveitanna er mun betri en búist var viđ. Fyrir fram reiknuđum viđ međ ađ D-sveitin yrđi fyrir ofan miđju, E-sveitin viđ miđju eđa ađeins neđar og F-sveitin yrđi í mikilli fallhćttu. Sveitirnar eru nokkuđ á svipuđu róli og reiknađ var međ fyrir utan ţađ ađ F-sveitin er fyrir ofan E-sveitina, sem helgast ađ einhverju leyti af misjafnlega sterkum andstćđingum í sunnudagsumferđinni. Líklega jafnast ţađ ţegar líđur á mótiđ.
D-sveitina skipuđu Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Helgi Brynjarsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Fumey Enyonam Sewa, Sigurđur G. Daníelsson, Sigurđur J. Gunnarsson, Jakob Sćvar Sigurđsson, Snorri Ţór Sigurđsson, Kristján Halldórsson, Óskar Maggason, Örn Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson.
E-sveitina skipuđu Snorri Ţór Sigurđsson, Kristján Halldórsson, Óskar Maggason, Örn Stefánsson, Halldór Kárason, Elsa María Kristínardóttir, Hilmir Freyr Heimisson, Tómas Árni Jónsson, Smári Sigurđsson, Dawid Kolka, Jón Gunnar Jónsson, Benedikt Ţorri Sigurjónsson, Kristófer Ómarsson, Gunnar Nikulásson og Sigurđur Freyr Jónatansson.
F-sveitina skipuđu Smári Sigurđsson, Dawid Kolka, Kristófer Ómarsson, Gunnar Nikulásson, Sigurđur Freyr Jónatansson, Felix Steinţórsson, Heimir Páll Ragnarsson, Jón Eggert Hallsson, Haraldur Magnússon, Ćvar Ákason, Hermann Ađalsteinsson og Óskar Víkingur Davíđsson.
2009 07 15 15.36.44  
             GM-Hellir F-sveit 
4. deild. 
GM-Hellir tefldi fram ţremur liđum í 4. deildinni; G-liđi og svo Unglingaliđi A og B. G-liđiđ átti erfitt uppdráttar til ađ byrja međ og tapađi stórt fyrir B-liđi Reykjanesbćjar ˝-5˝. G-liđiđ tapađi einnig stórt fyrir TR-unglingasveit B í annarri umferđ. G-liđiđ fékk svo okkar eigin unglingasveit B í ţriđju umferđ og vann örugglega 5˝-˝ og vann svo 6-0 sigur á B-sveit skákdeildar Hauka. Stađa G-liđsins í 4. deildinni er ágćt. Liđiđ er í 9. sćti međ 4 punkta og 13 vinninga en mun líklega ekki blanda sér í toppbaráttuna ađ ţessu sinni. Óskar Víkingur Davíđsson stóđ sig best í G-liđinu og fékk 2˝ vinning úr ţremur skákum.
2009 07 15 21.24.21  
              GM-Hellir G-sveit teflir viđ Unglingasveit B 

Unglingaliđ A tapađi fyrir B-sveit Vinaskákfélagsins í 1. umferđ 1˝-4˝. Gerđi svo jafntefli viđ Skákdeild Hauka-B í annarri umferđ. Liđiđ tapađi 0-6 fyrir D-liđi Víkingaklúbbsins í 3. umferđ og mćtti svo hinu unglingaliđinu okkar í 4. umferđ og vann nauman sigur 3˝-2˝. Liđiđ er í 12. sćti međ 8 vinninga. Brynjar Haraldsson náđi tveim vinningum úr 4 skákum og Sindri Snćr Kristófersson fékk 1˝ vinning.

2009 07 16 15.30.52  

              Unglingasveitir GM-Hellis, A og B mćttust í 4. umferđ. 

Unglingaliđ-B var eingöngu skipađ unglingum úr Ţingeyjarsýslu og var ţetta í fyrsta sinn sem liđsmenn sveitarinnar taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga. Fyrir fram var ekki búist viđ stórum afrekum hjá liđinu en ţađ var ţó ekki „núllađ út“ í neinni viđureign. Liđiđ náđi hálfum vinningi gegn Mosfellsbć í 1. umferđ og í annarri umferđ náđist einn vinningur gegn B-liđi SSON, ţar sem Bjarni Jón Kristjánsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur á fyrsta borđi međ glćsilegum hćtti. Unglingaliđiđ náđi svo ˝ vinningi gegn G-liđinu okkar og 2˝ vinningi gegn unglingaliđi A, eins og áđur segir. Liđiđ er sem stendur neđst í 4. deildinni međ 4˝ vinning. Eyţór Kári Ingólfsson fékk 1˝ vinning og ţeir Bjarni Jón og Helgi James Ţórarinsson fengu einn vinning hvor. 

2009 07 15 21.26.31  

           Vigfús Vigfússon Omar Salama yfirmótsstjóri og Viđar Njáll Hákonarson.

Nokkrir eftirmálar urđu af fyrri hluta Íslandsmótsins, sem ekki sér fyrir endan á, ţví alls bárust okkur 11 kćrur vegna meintrar ólöglegrar uppstillingar á sameiginlegu liđi GM-Hellis. Mótsstjórn ÍS vísađi ţeim öllum frá í vikunni en ţremur ţeirra var vísađ til dómstóls Skáksambandssins.

Ţegar ţetta er skrifađ hefur dómstóll SÍ ekki skilađ af sér niđurstöđu.  Niđurstöđu er ađ vćnta á nćstu dögum.  

Formađur og varaformađur GM-Hellis ţakkar öllum ţeim skákmönnum sem tefldu fyrir GM-Helli í fyrri hluta Íslandsmótsins kćrlega fyrir og vonast eftir ţví ađ sjá ţá alla í seinni hlutanum í Hörpu. 


Hrađkvöld hjá GM Helli mánudaginn 21. október

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 23. september nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í...

Dawid og Róbert efstir á GM-Hellisćfingu

Dawid Kolka sigrađi í eldri flokki á GM-Hellisćfingu sem fram fór ţann 15. október. Mikhael Kravchuk hreppti annađ sćtiđ í eldri flokki og Óskar Víkingur Davíđsson ţađ ţriđja. Í yngri flokki voru ţrír efstir međ fjóra vinninga, en Róbert Luu bar sigur úr...

Mikhael efstur á ćfingu

Mikhael Kravchuk sigrađi á fyrstu barna- og unglingaćfingu hjá Skákfélaginu GM Helli sem fram fór 7. október sl. Mikhael fékk 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Birgir Ívarsson međ 4v og ţriđji var Halldór Atli Kristjánsson einnig međ 4v en hann var...

Gođinn-Mátar og Hellir sameinast

Á félagsfundi Taflfélagsins Hellis í dag var samţykkt ađ Gođinn-Mátar og Hellis sameinuđust í eitt félag Skákfélagiđ GM Hellir skv. samrunasamningi sem lagđur var fram á fundinum. Líflegar umrćđur voru á fundinum um samninginn og skákmálefni en fram kom...

Atkvöld hjá GM Helli mánudaginn 7. október nk.

Skákfélagiđ GM Hellir heldur atkvöld mánudaginn 7. október 2013 og hefst mótiđ kl. 20:00 . Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Félagið

Taflfélagið Hellir
Taflfélagið Hellir

Burtséð frá öllum titlum - einfaldlega besta og flottasta félagið

Barna- og unglingastarf

Nýjustu myndir

  • 20180226 190425
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o
  • 25487568 10155932818829719 8703472418909412982 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 83159

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Framundan

Íslandsmótiđ í netskák 2013

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband